fbpx
Mánudagur 02.september 2024
Fókus

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. september 2024 19:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir bestu fjárfestinguna felast í svefninum.

Svefninn er ein besta leiðin til að dúndra upp grunnbrennslunni og stuðla að bestu líkamssamsetningunni.

Í færslu á Facebook-síðu sinni fer Ragga yfir kosti svefnsins sem allt of mörg okkar vanrækja.

Svefninn hefur áhrif á öll hormónin sem bera ábyrgð á kaloríunýtingu líkamans: Vaxtarhormón, testósterón, skjaldkirtil og streituhormónin adrenalín og kortisól.

Dægursveiflurnar þurfa að vera uppá tíu til að stuðli að hámarks frammistöðu þeirra og samspil þessara hormóna verði eins og ómþýð sinfónía.

Að sama skapi er mikilvægt að skilja hvernig svefninn hjálpar insúlíni að vinna vinnuna sína.

Því þá áttum við okkur betur á hversu mikilvægt það er að heimsækja Óla Lokbrá í átta tíma sólarhringsins fyrir gott mataræði, fitusöfnun og vöðvabyggingu,“ segir Ragga og heldur upp fjölmarga kosti svefns:

*Stuttur svefn stuðlar að lægra magni af sedduhormóninu Leptín yfir daginn svo þeir verða ekki almennilega saddir óháð því hvað þeir borða mikið.

*Svengdarhormónið Ghrelin er í hæstu hæðum allan daginn hjá þeim sem eru vansvefta. Sem þýðir að þeir eru svangir allan daginn þrátt fyrir að úða allskonar í grímuna.

*Svefn hefur líka áhrif á matarval fólks.

*Rannsókn á hvaða mat fólk valdi af hlaðborði og hversu mikið það borðaði sýndi að þeir sem völdu frekar einföld kolvetni og borðuðu 300-500 hitaeiningum meira en hinir sem voru fullhlaðnir af svefni.

*Rannsóknir sýna 55% meira fitutap hjá þeim sem sofa í 7-9 tíma, en hjá þeim sem sofa skemur. Aðrar rannsóknir sýna að þegar þátttakendur eru samviskusamir í svefni, er um helmingur þyngdartaps úr fitu. Hinsvegar þeir sem sofa skemur, missa aðeins fjórðung af fituvef en restin eru vöðvar sem við eyðum blóði, svita og tárum að byggja upp.

*Svefn heldur jafnvægi á blóðsykri, og dregur úr pervertískum löngunum í súkkulaði, snakk og kex og skjóta orku úr pakka, plasti eða álpappír.

*Svefn stuðlar að aukinni framleiðslu á vaxtarhormónum sem hjálpar við uppbyggingu vöðva utaná grindina. Því meiri kjötmassi því hærri grunnbrennsla. Sem þýðir að þú brennir mör bara við að sitja á bossanum í vinnunni.

*Vansvefta fólk er með 50% lægra hlutfall af boðefninu GABA í líkamanum sem gegnir lykilhlutverki í að róa heilann og hægja á taugakerfinu og minnkar þannig kvíða og hræðslu.

Mynd: Ragga nagli

„Svefn er ókeypis bætiefni.

Svefn er aðgengilegu öllum alls staðar í heiminum.

Svefn hefur verið á markaðnum frá örófi alda.

Svefn hefur ekkert aldurstakmark

Svefn er 100% náttúrulegur og án allra aukaefna

Og algjörlega löglegt.

Ekki þarf að þræða svartamarkaðs undirheima í borg óttans í húmi nætur.

Það eina sem þarf að gera er að slökkva á imbanum, opna gluggann, slökkva ljósin, og knúsa koddann.

Ragga mælir með að fylgjast betur með svefninum með SheSleep appinu en þar inni má einnig finna ýmsan fróðleik tengdan svefni sem og ýmis viðtöl við sérfræðinga, þar á meðal Naglann ykkar. 

Ragga mælir einnig með REISHI sveppadropum og töfratvennunni NOW Foods Iceland Magnesíum Threonate + L-theanine fyrir betri slökun í taugakerfinu og dúndursvefn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Dagur Sig betri en orginal söngvarinn?

Er Dagur Sig betri en orginal söngvarinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábær stemning á fjölskyldutónleikum Barnaheilla

Frábær stemning á fjölskyldutónleikum Barnaheilla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“