Bandarískur maður fann nýlega kassa af skyggnumyndum (slæds) sem voru teknar af föður hans. Myndirnar voru teknar þegar hann var í hernum á Keflavíkurflugvelli snemma á sjötta áratugnum og sína Ísland í skemmtilegu ljósi.
Barnabarn hermannsins greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit og birtir myndirnar. En þær voru teknar á Kodachrome filmu, sem voru algengar um miðja síðustu öld.
„Afi minn var staðsettur á Íslandi þegar Kóreu-stríðið var í gangi, snemma á sjötta áratugnum. Pabbi minn fann kassa af skyggnumyndum eftir að afi dó. Ég lét loksins skanna myndirnar inn nýlega! Teknar á Kodachrome,“ segir barnabarnið.
Myndirnar voru meðal annars teknar um borði í herflutningavél, á Bankastræti upp Laugaveg, af Arnarhóli yfir miðbæinn, yfir Kleifarvatn og víðar.
Hér má sjá myndirnar:
My grandfather was stationed Iceland during the Korean War/ early 1950s… My dad found a box of slides once my grandfather passed. Finally got the slides scanned recently! Shot with Kodachrome.
byu/collmc10 inanalog