fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

„Óþægilegt og sorglegt“ viðtal við leikkonuna veldur áhyggjum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. september 2024 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Hayden Panettiere var í viðtali hjá People nýlega og opnaði sig um fráfall bróður hennar, Jansen Panettiere. Hann var bráðkvaddur í febrúar í fyrra, aðeins 28 ára gamall.

Hún var einlæg og opinská en það var eitthvað við framkomu hennar sem vakti áhyggjur hjá aðdáendum.

Viðtalið kom einnig út í textaformi.

Talsmaður leikkonunnar sagði í samtali við Page Six að Hayden væri ekki fallin.

Árið 2022 greindi Hayden frá því að hún hafði glímt við ópíóða- og áfengisfíkn í mörg ár. Hún rifjaði upp þegar manneskja, sem vann í teymi hennar, gaf henni fyrstu „hamingjutöflurnar“ þegar hún var fimmtán ára gömul. Eftir það byrjaði hún að þróa með sér fíkn sem versnaði með árunum. Hún varð edrú árið 2020.

Hayden, 35 ára, settist niður með People í mynd og fannst fólki hún eiga erfitt með að bera orð fram skýrt. Sumum fannst hún einnig glaseygð.

„Greyið Hayden, greinilega ekki edrú. Gerið betur People,“ sagði einn aðdáandi sem gagnrýndi fjölmiðilinn.

„Ég er í áfalli að People hafi birt myndbandið. Það er óþægilegt og sorglegt að horfa á þetta,“ sagði annar.

Sjónvarpsstjarnan Peta Murgatroyd skrifaði einnig við færsluna: „Það ætti að fjarlægja þetta viðtal strax!“

„Þið eruð að nota hana. Hérna er greinilega fíkill sem er ekki edrú,“ sagði annar.

Talsmaður Hayden tekur fyrir að hún hafi verið undir áhrifum. „Hún var að ræða um bróður sinn í fyrsta skipti og það var mjög erfitt fyrir hana. Þetta var líka búinn að vera erfiður og langur dagur, hún var ekki undir áhrifum,“ sagði hann við Page Six.

People eyddi myndbandinu af Instagram-síðu sinni en það er enn á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl