fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fókus

Hugsar hlýlega til konunnar sem tók utan um hana á erfiðum tíma í æsku

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. september 2024 19:59

Lína Birgitta Sigurðardóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Lína Birgitta er eigandi íþróttavörumerkisins Define the Line, áhrifavaldur og einn af þremur umsjónarmönnum vinsæla hlaðvarpsins Spjallið. Hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með áherslu á markaðssamskipti og samfélagsmiðla í fyrra og nýtur mikillar velgengni í lífi og starfi. Það tók hana tíma að finna sig í námi en hún lýsir sér sjálfri í æsku sem mjög erfiðum krakka með skapvandamál.

„Sem barn var ég óþolandi. Ég var mjög erfitt barn og erfiður krakki, ég var mjög, mjög erfið. Þið sem eruð að hlusta og eigið erfið börn, það er von,“ segir hún hlæjandi í Fókus. Horfðu á þáttinn hér að neðan eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

Lína Birgitta útskýrir hvað hún meinar með erfið. „Ég var rosalega skapstór, það var rosa mikil reiði í mér. Ég tók reiðisköst og stóð kannski út á miðju gólfi öskrandi. En ég á bestu mömmu í heimi þannig hún leyfði mér að klára köstin mín og svo bara sofnaði ég í fanginu hennar búin á því. Hún gaf mér stundum einhvern bangsa og ég fékk að taka reiðiskast á bangsann og reif hann í tætlur, fór svo að gráta því ég eyðilagði bangsann,“ segir hún.

„En ég hef alltaf verið mjög skapandi og það byrjaði mjög snemma. Ég elskaði að teikna, mála. Mér var hrósað fyrir það þegar ég var mjög ung. Mig langaði að verða leikkona og söngkona, tók þátt í örugglega öllum leikritum, söngleikjum og söngvakeppnum sem voru í gangi þegar ég var í grunnskóla, fannst það alltaf mjög gaman. Svo einhvern veginn vissi ég alltaf, eða sá alltaf fyrir mér að ég yrði einhvers konar bisness kona en vissi ekki hvernig.

Pabbi minn var með fyrirtæki og ég var stundum að leika mér með dótið hans eftir að hann lokaði sínu fyrirtæki. Það var fullt af svona fyrirtækjadóti í geymslunni og ég færði það inni í herbergi og var í einhverjum bisness leik við sjálfa mig. Þetta var eitthvað sem mér fannst spennandi en ég vissi bara ekki nákvæmlega hvað það yrði, þannig að já ég myndi segja að þetta hefur alltaf verið ákveðinn partur af mér.“

Lína Birgitta útskrifaðist í febrúar í fyrra. Mynd/Instagram @linabirgittasig

Skólakerfið hentaði ekki en það er von

Aðspurð hvort skólakerfið hafi hentað henni er Lína snögg að svara neitandi.

„Ég var ömurlegur nemandi. Ég var hræðileg, sem er eiginlega galið, eða mjög leiðinlegt. Því skólakerfið er þannig byggt upp að það hentar ákveðnum týpum og alls ekki öllum. Ég útskrifaðist úr tíunda bekk með 5,5 í meðaleinkunn, 5,5 í mætingareinkunn, 5,5 í samræmdu prófunum í tíunda bekk. Ég var algjör tossi, ég var alls ekki góð í skóla. Ég var líka búin að dæma nám, að það væri ekki fyrir mig. En svo kláraði ég háskólanám í fyrra,“ segir hún.

Lína Birgitta útskrifaðist sem viðskiptafræðingur í fyrra áherslu á markaðsmál og samfélagsmiðla.

„Ég var búin að ákveða að skóli væri ekki fyrir mig en svo allt í einu ákvað ég að breyta þeirri skoðun,“ segir hún og bætir við að það hafi einnig skipt sköpum að læra eitthvað sem hún hafði áhuga á. Námið nýtist henni vel í dag.

„Ef maður fílar ekki grunnskóla og fílar ekki framhaldsskóla, það er samt von ef þú finnur eitthvað nám sem hentar þér, því það er fullt af námi þarna úti sem er mismunandi fyrir hvern og einn.“

Lína Birgitta er eigandi Define the Line. Mynd/Instagram @linabirgittasig

Fékk mikinn stuðning

Lína Birgitta hefur ekkert út á grunnskólann sinn að setja og segir að það var gripið til ýmissa ráða til að hjálpa henni.

„Ég var í rosalega góðum skóla og það var alltaf haldið vel utan um mig. Ég hitti námsráðgjafa einu sinni í viku, það var bara mikið í gangi. Ákveðin áföll sem áttu sér stað hjá mér sem barn og það bitnaði þá hvað mest á skólanum. En ég var mjög ánægð með hvað skólinn tók vel utan um mig,“ segir Lína Birgitta.

Skólinn úthlutaði henni eins konar stuðningsfulltrúa þegar hún var um þrettán ára gömul, konu sem var afbrotafræðingur að mennt og vön að vinna með börnum sem áttu erfitt.

„Ég veit ekkert um hana í dag en hún gerði mjög mikið fyrir mig.“

 

Lína Birgitta hitti konuna einu sinni í viku. „Mamma var á þessum tíma í endurhæfingu á Reykjalundi og pabbi sat inni á Litla-Hrauni. Þannig ég bjó á milli hjá ömmu og afa. Hún tók mig alltaf einu sinni í viku og við fórum til dæmis í bíó, ísrúnt og saman í heimsókn til mömmu á Reykjalund. Hún tók utan um mig,“ segir hún og bætir við að hún viti ekki hvar konan sé í dag en segist hugsa hlýlega til hennar.

„Þetta gerði mjög mikið fyrir mig og mamma tók eftir því hvað þetta gerði mikið fyrir mig. Þannig þessi kona, takk ef þú ert að hlusta eða sérð þetta.“

Fylgstu með Línu Birgittu á Instagram og smelltu hér til að hlusta á Spjallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“
Hide picture