fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Gísli upplifði erfiðan missi á þessum degi fyrir ári – „Við segjum aldrei nógu oft „ég elska þig““

Fókus
Fimmtudaginn 19. september 2024 10:07

Gísli Hvanndal Jakobsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Hvanndal Jakobsson, eilífðarstúdent, opnar sig um missi og hvetur fólk til að segja oftar „ég elska þig“ við sína nánustu.

Gísli missti móður sína á þessum degi í fyrra eftir erfiða baráttu við krabbamein.

„Stuttu eftir að ég varð 38 ára gamall breyttist allt líf mitt vegna eins hræðilegs atburðar og hefur haft gríðarleg áhrif á persónuleika minn og mig sem manneskju. Og þjáningin sem fylgdi þessum atburði hefur algjörlega umbreytt mér síðustu tólf mánuði sem hafa vægast sagt verið furðulegir ef ég get orðað það á einhvern hátt,“ segir hann í pistli á Vísi.

„En því miður aðeins í gegnum þjáninguna og erfiðleikana þroskumst við og umbreytumst og líf okkar tekur breytingum og við förum inn á nýjan veg í lífinu, nýjan lífshring. Ef ekki væri fyrir þjáninguna myndi allt haldast bara eins.“

„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“

Móðir Gísla var nýorðin sextug þegar hún lést. „Sem er enginn aldur,“ segir hann.

Gísli segir missinn marka djúp spor í sálarlíf allrar fjölskyldunnar. Foreldrar hans voru saman í fjóra áratugi og á hann tvö yngri systkini.

„Ég hef sett mig í þeirra spor og það er svo margt sem þau fengu ekki að upplifa með mömmu sem ég fékk að upplifa sem gefur mér mikla sorg. Ég fékk lengri tíma með mömmu en ég vildi að ég hefði nýtt þann tíma betur. Því það er svo sannarlega satt þegar sagt er að: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“

Fyrir pabba minn að missa lífsförunaut sinn alltof snemma þegar þau voru að klára að byggja bústað til að eyða efri árunum í honum þá er erfitt að setja sig í hans spor en ég sé og finn sársaukann hans en pabbi er hetjan mín og mín helsta fyrirmynd í lífinu.“

Tíminn læknar ekki öll sár

Gísli segist hafa lært dýrmæta lexíu. „En að fara í gegnum þennan missi sýndi og kenndi mér eitt og það er það að við segjum aldrei nógu oft „ég elska þig“ við ástvini okkar og sínum þeim raunverulega hversu mikið við metum þá. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá tók ég mörgu sem einfaldlega sjálfsögðum hlut sem ég geri ekki í dag. Að fara í gegnum svona missi umbreytir manni eins og flestir þekkja af eigin raun,“ segir hann.

„Tíminn læknar ekki öll sár en við lærum að lifa með sárunum og eignast góðar minningar með þeim ástvinum sem eru ennþá með okkur og reyna að vera til staðar fyrir þá.“

Vonast eftir lækningu

Gísli segist eiga erfitt að sætta sig við hvernig fór. „Ég vil bara segja að móðir mín var engill og þannig töluðu allir um hana. Hún var kærleikurinn holdi klædd og það er virkilega ósanngjarnt að hún fór svona ung frá okkur á þeim aldri sem maður á að byrja að njóta sín eftir lífsins baráttur,“ segir hann og bætir við að hann heldur í vonina að lækning finnist.

„Ég vona að það komi fram lækning við krabbameini fljótt því alltof margar fjölskyldur eru í sárum og miklum sársauka vegna þessa sjúkdóms,“ segir hann.

„Ég hefði ekki getað skrifað um þetta fyrir 30 dögum síðan en eitthvað gaf mér styrk og ástæðu til að skrifa þessar línur. Kannski af því það eru svo margir í sömu stöðu og ég og mín fjölskylda og tjáningin og tengingin heilar okkur. Að speglast í hvort öðru og að sjá og skilja hvort annað.“

Lestu pistilinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl