fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Elskar eldri kærustuna en 22 ára aldursmunurinn er farinn að verða vandamál

Fókus
Fimmtudaginn 19. september 2024 12:02

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið flókið að vera í sambandi með manneskju sem er mikið eldri eða yngri.

Karlmaður leitar ráða til sambands- og kynlífssérfræðingsins Sally Land, sem sér um vinsæla dálkinn Dear Deidre á The Sun.

Maðurinn er 27 ára og kærasta hans er 49 ára. Þau hafa verið saman í þrjú ár og segist maðurinn stoltur að vera kærastinn hennar.

„En hún skammast sín. Hún neitar að kynna mig fyrir vinkonum hennar og fjölskyldu og við erum alltaf heima. Hvernig get ég sannfært hana um að ég elski hana og vilji framtíð með henni?“ spyr hann.

Maðurinn segir að hann líti á það sem jákvæðan hlut að kærasta hans sé eldri og þar með þroskaðri.

„Hún er falleg, sjálfsörugg, sjálfstæð og stórkostleg í rúminu. Hún hefur reynslu og veit nákvæmlega hvað hún vill og hvernig á að fullnægja mér.

Fyrst héldu vinir mínir að þetta tímabil, einhver brandari, og kölluðu mig leikfangið hennar. Sumir þeirra skilja enn ekki af hverju ég er með henni en ekki konu á mínum aldri. En mínir nánustu hafa áttað sig á að þetta snýst ekki bara um kynlíf og hafa tekið sambandinu okkar í sátt.

En ég hef ekki hugmynd um hvernig vinkonum hennar líður því hún leyfir mér ekki að hitta þær.

Við gistum saman nokkra daga vikunnar og eyðum öllum helgum saman, en alltaf heima hjá mér.

Þetta er farið að hafa áhrif á mig. Ég er ekki ómyndarlegur, er í góðri vinnu og á eigið heimili. Ég skil ekki hvernig hún getur skammast sín fyrir mig. Við eigum margt sameiginlegt og hún hefur aldrei látið mér líða eins og henni þyki ég barnalegur.

Ég hef sagt við hana að hún gerir mig hamingjusaman og að ég vilji giftast henni einn daginn. En það getur ekki gerst ef ég verð alltaf litla leyndarmálið hennar.

Í mínum huga er aldur bara tala. Hvernig fæ ég hana til að sjá það?“

Ráðgjafinn svarar:

„Samfélagið getur verið dómhart þegar kemur að pörum sem eru með mikinn aldursmun. En mörg pör eiga hamingjusamt og langt samband, þrátt fyrir stórt aldursbil. Kannski er kærastan þín hrædd um að verða fyrir fordómum eða að þú og vinkonur hennar eigið ekkert sameiginlegt.

Hún hefur kannski áhyggjur af framtíðinni, til dæmis að þú viljir börn, sem hún getur ekki gefið þér.

Eða kannski trúir hún því ekki að þú sért í þessu sambandi til frambúðar. Eða kannski er hún það ekki sjálf, sem er kannski ástæðan fyrir því að þú ert leyndarmál.

Þú þarft að tala við hana um áhyggjur þínar, segðu henni hvernig þér líður og biddu hana um að vera alveg hreinskilin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl