fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Ekkja Hugh Hefner hamingjusöm og dásamar nýja kærastann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. september 2024 14:41

Crystal Harris. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Harris dásamar kærastann sinn, James Ward. Crystal er ekkja Hugh Hefner, stofnanda, útgefanda og aðalritstjóra Playboy-tímaritsins, en þau giftust árið 2012 þegar hún var 26 ára og hann var 86 ára.

Þau voru gift í fimm ár, þar til hann lést 91 árs að aldri árið 2017.

Playboy-höllin hefur verið töluvert á milli tannana á fólki, sérstaklega eftir andlát Hugh. Þá hafa fyrrverandi kærustur hans og hinar svokölluðu „Playboy-kanínur“ stigið fram og afhjúpað dökku hliðar menningarinnar sem þreifst þar.

Crystal bættist í hóp þeirra í desember 2021 og líkti Playboy-höllinni við fangelsi, en segir að á sama tíma hefði höllin verið griðastaður hennar. Hún gaf út sjálfsævisögu fyrr á árinu, Only Say Good Things.

„[Hefner] beitti mig tilfinningalegu ofbeldi. Það var mjög takmarkað hvað ég fékk að gera. Ég áttaði mig ekki á því hversu slæmt þetta var fyrr en ég komst í burtu,“ sagði hún við E! News í janúar.

„Með James er hlustað á tilfinningar mínar. Mér líður eins og hann sjái mig og hlusti á mig,“ sagði Crystal í samtali við People.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Us Weekly (@usweekly)

Hún segir samband hennar og James gjörólíkt sambandi hennar og Hugh Hefner.

„Ég er núna að hugsa um mig, ævintýraþránna, innra barnið. Mér líður eins og ég sé manneskjan sem ég þurfti á að halda þegar ég var yngri. Mér líður eins og ég sé vel metin og er meira ég sjálf heldur en nokkurn tíma áður.“

Crystal og James byrjuðu að hittast í apríl síðastliðnum. Us Weekly greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl