fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Þetta er það íslenska sem þú vilt sjá á RIFF í ár

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 18. september 2024 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kvikmyndagerð er í hávegum höfð á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem hefst í Háskólabíói á fimmtudag í næstu viku, þann 26. september og stendur yfir til 6. október. 

Úrvalið af leiknu efni og heimildarmyndum, eftir íslendinga eða um Ísland, hefur raunar aldrei verið meira en á RIFF í ár „og er það sérstakt fagnaðarefni og sýnir öðru fremur gróskuna og þróttinn í listalífinu hérlendis,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, en hátíðin er nú haldin í 21. sinn. 

Myndirnir hafa margar hverjar vakið feiknamikla athygli á kvikmyndahátíðum nýverið – og má þar nefna Temporary Shelter / Tímabundið skjól  í framleiðslu Helga Felixsonar sem fékk frábæra dóma á nýafstaðinni Toronto-hátíð. Eins hefur kanadíska myndin Hotel Silence sem byggir á skáldsögunni Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur hlotið mikla athygli og höfundinum raunað fagnað sem rokkstjörnu. Þá er sálfræðitryllirinn All Eyes on Me / Allra augu á mér heimsfrumsýndur á RIFF í ár, en með aðalhlutverk þar fara Guðmundur Ingi Þorvalsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir. Loks má minnast á DuEls sem byggir byggir á dansverki Ernu Ómarsdóttur í leikstjórn sænska þúsunþjalasmiðsins Jonas Åkerlund, sem sló í gegn í Noregi nýverið.   

Af myndum í fullri lengd í ár er annars vert að vekja athygli á eftirfarandi verkum: 

Elskling / Elskuleg  

Lilja Ingólfsdóttir, íslensk-norsk. 

María reynir að sinna fjórum börnum sínum af álíka metnaði og starfsframanum en sinnast einn daginn við eiginmanninn sem fer fyrir vikið fram á skilnað.  

DuEls / Einvígin  

Jonas Äkerlund, íslensk-norsk-sænsk. 

Dansverk samið af Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet og flutt er innan um kynngimagnaðar höggmyndir á Vígelundssafninu í Osló í seiðandi listfengi. 

Natatorium / Sundhöll  

Helena Stefánsdóttir, íslensk.  

Þegar fjölskylda Lilju, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í listhóp, koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið.  

Aftergames / Eftirleikir  

Ólafur Árheim, íslensk.  

Maður í leit að dauðanum og kona á flótta reyna að gera upp ofbeldisfulla fortíð sína með frekari hrottaskap, þvert á plön alheimsins – í harla ískyggilegum trylli.  

All Eyes on Me / Allra augu á mér  

Pascal Payant, íslensk-kanadísk. 

Gunnar, sem kýs fremur vinskap hrossa en fólks, kynnist pólskri konu á flótta frá fortíðinni, þegar hann fer á slysstaðinn þar sem kona hans og sonur hröpuðu.  

Birdlife / Fuglalíf  

Heimir Freyr Hlöðversson, íslensk. 

Heimildarmynd um Jóhann Óla Hilmarsson, baráttumann náttúruverndar, sem er fyrsti og eini Íslendingurinn sem gerði fuglaljósmyndun að atvinnu sinni.  

Boganloch / Einbúinn  

Ben Rivers, íslensk, skosk, þýsk.  

Uppi í víðernum Skotlands, fylgjum við Jake eftir frá einni árstíð til annarrar á meðan aðrar persónur skjóta af og til upp kollinum í einmanalegri vist hans.  

Iceland, on the Trail of Democracy / Ísland á vegi lýðræðisins  

Steve Vilhelm, frönsk. 

Ný frönsk heimildarmynd um íslensku búsáhaldabyltinguna sem spratt upp í efnagshruninu í októbermánuði árið 2008, upphaf hennar, framvindu og áhrif.  

Hotel Silence / Ör  

Léa Pool, kanadísk, byggð á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ör. 

Jean gerir sér ferð til stríðshrjáðs lands og veit hvorki hvort hann skili sér til baka né hver örlög hans verða, enda er hann svo að segja ráðvilltur í öllu sínu skinni.  

Temporary Shelter / Tímabundið skjól  

Anastasiia Bortuali, íslensk, sænsk, framleidd af Helga Felixsyni.  

Heimildarmynd um flóttafólk frá Úkraínu og öðrum löndum sem hefur aðsetur á Ásbrú, og bíður örlaga sinna og spyr hvort það sé komið til að vera á þeim stað.  

When the Raven flies / Hrafninn flýgur  

Hrafn Gunnlaugsson, íslensk, sænsk. 

Gestur snýr aftur til Íslands til að hefna foreldra sinna sem hann sá myrta þegar hann var lítill drengur á Írlandi. 40 ára dáður og sígildur íslenskur spagettí-vestri. 

Flowers / Blóm  

Grétar Jónsson, íslensk.  

Afslöppuð og býsna hugljúf gamanmynd um þá áskorun mannsins að þora að halda með hjartanu og sjálfstraustið sem þarf til að fylgja draumum sínum eftir.  

Hamraborgin – Óður til hávaða / Hamraborgin – Ode to Noise  

Úlfur Eldjárn, Patrik Ontkovic, íslensk.  

Byggð á tónverki Úlfs sem flutt var í Salnum í Kópavogi, en við það blandast myndefni Patrik Ontkovic sem fangar á filmu hráa fegurð Hamraborgarinnar.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Í gær

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það