fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Líkamsræktarstöð bannaði vinsælt athæfi – Aðrar stöðvar fylgja eftir´

Fókus
Miðvikudaginn 18. september 2024 16:29

Mynd/Freepik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi líkamsræktarstöðvar hefur skipt fólki í fylkingar eftir að hafa tekið umdeilda ákvörðun og bannað viðskiptavinum að taka upp myndefni á stöðinni.

Það er vinsælt að fólk taki upp æfingarnar sínar og deili á samfélagsmiðlum en sumir eru komnir með nóg af því.

Tony Doherty, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Dohertys Gym í Ástralíu, ræðir um ákvörðun sína og eftirmálana í hlaðvarpsþættinum Dos and D.

Hann sagðist hafa tekið eftir því að stöðin hans var orðin eins og sirkús, viðskiptavinir út um allt með þrífót úti á miðju gólfi að taka upp. Svar hans við því var að banna notkun þrífóta á öllum stöðvum Dohertys í febrúar.

Mynd/Freepik

„Satt að segja var ég að missa vitið út af þessu. Einn daginn fór ég í ræktina og það voru sjö manneskjur að taka upp, hver með eigin þrífót, öll í sama rýminu. Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu, við vorum alveg búin að missa stjórn á þessu. Þetta var bæði ungt fólk og eldra fólk sem sagði: „Ég þarf að taka upp fyrir þjálfarann minn og senda honum.“ Og ég sagði bara stopp.“

Doherty sagði að hann hefði haft mestar áhyggjur af öryggi annarra gesta þegar einhver var að taka upp.

„Í fyrsta lagi, þá er hætta á að fólk detti um upptökubúnaðinn, þetta er hættulegt, og ef einhver einn fær að gera þetta þá vilja það allir,“ segir hann.

„Í öðru lagi þá virði ég friðhelgi viðskiptavina minna. Það vilja ekkert allir vera í mynd hjá öðrum. Það eru konur með nálgunarbann gegn fyrrverandi maka, sem eru að reyna að finna þær og eru bara að bíða eftir að sjá þær einhvers staðar. Þannig nei, ekki á minni stöð.“

Hann segist einnig hafa viljað passa upp á þekkta viðskiptavini, sem einnig verðskulda frið.

„Ég er með hæstaréttardómara sem æfir hjá mér og ég er viss um að hann vilji ekki vera í myndbandi hjá einhverjum, og svo framvegis,“ segir hann.

„Ég gæti talað endalaust um af hverju fólk á rétt til friðhelgi einkalífs.“

Fleiri fylgja eftir

Ákvörðun Doherty var umdeild í fyrstu og sögðu margir að hann myndi missa viðskiptavini í kjölfarið.

Það reyndist ekki rétt. Hann sagði að þetta hafi orðið til þess að fleiri nýir meðlimir skráðu sig.

Fleiri líkamsræktarstöðvar hafa fylgt Doherty eftir, eins og PureGym, sem er með meira en 340 stöðvar í Bretlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“
Fókus
Í gær

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“
Fókus
Í gær

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birtir fleiri einstakar myndir úr fórum hermanns sem var á Íslandi á sjötta áratugnum

Birtir fleiri einstakar myndir úr fórum hermanns sem var á Íslandi á sjötta áratugnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás