fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Kristján Berg bendir á merkilega staðreynd um sjálfan sig – „Eitthvað sem mig óraði ekki fyrir“

Fókus
Miðvikudaginn 18. september 2024 08:47

Kristján Berg Ásgeirsson, Fiskikóngurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson, oft kenndur við verslunina Fiskikónginn, benti í morgun á nokkuð merkilega staðreynd um sjálfan sig. Kristján er nefnilega að eigin sögn elsti starfandi fisksali á Íslandi og það þrátt fyrir að vera fæddur árið 1971.

„Eitthvað sem mig óraði ekki fyrir þegar ég byrjaði að selja fisk til landsmanna árið 1989, þá átján ára gamall,“ segir Kristján á Facebook-síðu sinni og bætir við að hann hafi bara ætlað sér að reka fiskverslun í tvö ár, klára að verða kokkur á kokkasamningi hjá Hótel Óðinsvéum og verða svo meistarakokkur.

„Ég hef starfað við þetta síðan og verða árin orðin 35, þann 12 mars næstkomandi.

Margt hefur gengið á, sigrar og töp. En ég hef alltaf verið glaður í vinnunni minni. Mér finnst þetta starf vera líflegt og skemmtilegt. Reyndar svolítið sérstakt, þar sem starf fisksala er oft á tíðum erfitt. Langir vinnudagar. Fiskur er þungur, blautur og kaldur,“ segir hann og nefnir í framhjáhlaupi að stundum sé lyktin vond.

Kristján segist vera ánægðastur með hvað honum hefur tekist að halda á góðu starfsfólki – það sé lykillinn að velgengni fyrirtækis hans.

„Ég hef alltaf borið virðingu fyrir mínu starfsfólki, greitt mannsæmandi laun og talað við mitt fólk.

Það kemur ýmislegt upp. Fólk slasast, fer í frí, veikist, eignast börn, giftir sig og svo framvegis.

Þetta eru hlutir sem atvinnurekandi þarf að taka tillit til og vera á tánum með gagnvart sínu starfsfólki,“ segir hann og nefnir að hann hafi haft eina ófrávíkjanlega reglu fyrir sig og sitt starfsfólk.

„Hér er reglan: Ef þú treystir þér ekki til þess að borða þetta sjálfur, þá skaltu ekki selja vöruna eða bera hana fram. Hentu henni frekar,“ segir Kristján meðal annars í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“