Poppstjarnan Miley Cyrus hefur verið kærð fyrir höfundarréttarbrot fyrir lagið Flowers sem kom út í fyrra. Það er fyrir að hafa stolið bútum úr lagi Bruno Mars frá árinu 2013.
TMZ greinir frá þessu.
Flowers, lag sem Miley Cyrus gaf út í fyrra, fór rakleitt á toppinn á vinsældalistum vestra. Auk þess vann hún Grammy verðlaun fyrir lagið, í flokknum besta popp-frammistaðan en lagið var einnig tilnefnd sem besta lag ársins.
Nú hefur hins vegar skugga verið varpað á velgengnina því að Cyrus hefur verið kærð fyrir lagastuld. Cyrus er einn af þremur skráðum lagahöfundum lagsins Flowers.
Lagið er sagt líkjast grunsamlega mikið laginu When I Was Your Man, sem Bruno Mars flutti og samdi í samstarfi við þrjá aðra lagahöfunda. Mars á hins vegar ekki réttinn að laginu heldur fjárfestingarfyrirtæki sem kallast Tempo Music Investments. En Mars seldi réttinn að laginu og mörgum öðrum árið 2020.
Að sögn fjárfestingarfyrirtækisins þá er laglínan í báðum lögum mjög svipuð, bæði í erindinu og viðlaginu. Einnig hljómaframvinda lagsins og meira að segja textinn. Lagið Flowers gæti ekki hafa orðið til nema vegna When I Was Your Man.
Krafist er skaðabóta en ekki tiltekin nein upphæð í því samhengi. Einnig að Cyrus og útgáfufyrirtæki hennar sé meinað að dreifa laginu Flowers eða að flytja á tónleikum.
Í meðfylgjandi myndböndum má heyra lögin tvö.