fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Fókus

Leikarar framtíðarinnar fara á kostum í nýrri auglýsingu UNICEF á Íslandi

Fókus
Þriðjudaginn 17. september 2024 14:25

Krakkarnir áttu ljúfa stund í Bíó Paradís

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikil gleði á sunnudag þegar börn sem fara með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu UNICEF á Íslandi mættu á frumsýningu hennar í Bíó Paradís ásamt aðstandendum. Auglýsingin er flaggskip nýrrar áhrifamikillar herferðar UNICEF á Íslandi sem ber yfirskriftina „Búðu til pláss“ og hóf göngu sína í dag í tilefni 20 ára afmælisárs landsnefndar UNICEF á Íslandi.

Auglýsingaherferðin er unnin í samstarfi við Brandenburg en aðalauglýsingin er framleidd af Sensor, leikstýrt af Erlendi Sveinssyni, framleidd af Kára Úlfssyni og koma 20 börn að gerð hennar sem aðalleikarar. Voru börnin hæstánægð með útkomuna eftir frumsýningu auglýsingarinnar á sunnudag og stolt þeirra yfir glæsilegri frammistöðu sinni leyndi sér ekki.

Fjöldi fólks kom að auglýsingunni

„Búðu til pláss– í hjartanu þínu”

Yfirskrift átaksins, Búðu til pláss, er fengin úr ljóði Braga Valdimars Skúlasonar „Pláss“ sem hann orti fyrir nokkrum árum um stöðu barna á flótta. Ljóðið og skilaboð þess eiga enn við enda var það valið af meirihluta grunnskólabarna til flutnings í Stóru upplestrarkeppninni í vor.

Skilaboðin tala líka fallega inn í verkefni og markmið UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Síðastliðin 20 ár hafa tugþúsundir landsmanna valið að búa til pláss í hjartanu sínu fyrir réttindi barna með því að gerast Heimsforeldrar UNICEF og styðja þannig við þessi markmið með mánaðarlegum framlögum.

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi:

„Starf UNICEF hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna í fjölkrísuheimi þar sem réttindi og velferð barna eru of víða fótum troðin vegna stríðsátaka, fátæktar, hungurs og hamfara. Við þurfum ekki að líta lengi í kringum okkur til að sjá hversu mikilvægt það er nú fyrir okkur öll að búa til pláss í hjartanu okkur fyrir von, frið og samkennd. Að virkja samtakamátt okkar til að gera heiminn að betri stað fyrir öll börn. Í 20 ár hefur landsnefnd UNICEF á Íslandi veitt tugþúsundum landsmanna vettvang til að gera einmitt það og ár eftir ár er hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi sá hæsti innan UNICEF á heimsvísu. Þetta er heimsmet sem við getum öll átt þátt í. Búum til pláss í hjartanu okkar fyrir börn sem þurfa stuðning, vernd og mannúðaraðstoð.“ 

Í átakinu nú hefur UNICEF á Íslandi fengið til samstarfs við sig mörg fyrirtæki og stofnanir sem ætla að svara kallinu og „búa til pláss“ fyrir málstaðinn í nærumhverfi sínu, daglegu starfi, húsnæði og auglýsingaplássum og þannig leggja Heimsforeldrasöfnun okkar lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvær nýjar og mjög ólíkar styttur af Elísabetu II – „Þetta lítur meira út eins og Mrs. Doubtfire“

Tvær nýjar og mjög ólíkar styttur af Elísabetu II – „Þetta lítur meira út eins og Mrs. Doubtfire“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íbúar orðnir langþreyttir á bláu Hondunni hans Bassa

Íbúar orðnir langþreyttir á bláu Hondunni hans Bassa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir sérkennilega kvöldrútínu vera ástæðuna fyrir því að hún sé einhleyp

Segir sérkennilega kvöldrútínu vera ástæðuna fyrir því að hún sé einhleyp
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er því kannski ekki skrítið að þessi hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt“

„Það er því kannski ekki skrítið að þessi hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ósk var orðin skelin af sjálfri sér vegna áfengisvanda – „Þetta er allt voða fansí og fínt, þangað til það er það ekki lengur“

Steinunn Ósk var orðin skelin af sjálfri sér vegna áfengisvanda – „Þetta er allt voða fansí og fínt, þangað til það er það ekki lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tískan á MTV verðlaunahátíðinni og sigurvegarar kvöldsins

Tískan á MTV verðlaunahátíðinni og sigurvegarar kvöldsins