fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hittust í hádegismat og Affleck gat ekki látið hana vera

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 15:30

Ben Affleck og Jennifer Lopez. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt virðist vera í góðu lagi hjá fyrrverandi stjörnuparinu söng- og leikkonunnar Jennifer Lopez og leikarans Ben Affleck. Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að þrátt fyrir yfirvofandi skilnað laðist þau enn hvort að öðru.

Lopez og Affleck sáust saman í fyrsta skipti frá því að söngkonan sótti um skilnað í ágúst. Þau hittust, ásamt börnum sínum, í hádegisverð á Beverly Hills hótelinu.

Neistar flugu að sögn heimildarmanni Page Six en að hans sögn gat Affleck ekki hætt að snerta J.Lo.

Affleck á að hafa skipulagt hádegisverðinn svo að paparazzi ljósmyndarar myndu taka myndir og þau gætu sýnt að þau séu góðir vinir. En hann gat ekki látið hana vera að sögn heimildarmannsins.

Tvö af börnum Affleck komu með á laugardaginn, Seraphina, 15 ára, og Samuel, 12 ára, og tvíburar J.Lo voru einnig með í för, Emme og Max, 16 ára. Börnin sátu á öðru borði en þau.

„Þetta var hans hugmynd að hittast þarna. Hann vildi sýna að þau væru vinir. Hann vildi vera myndaður, þú ferð þangað þegar þú vilt að fólk sjái þig,“ sagði heimildarmaðurinn.

En það hafa engar breytingar orðið á sambandsstöðu þeirra. „Lopez vill hafa gott á milli þeirra en það stendur enn til að skilja,“ sagði heimildarmaðurinn.

Söngkonan sótti um skilnað frá leikaranum og leikstjóranum Ben Affleck á öðru brúðkaupsafmæli þeirra, þann 20. ágúst síðastliðinn.

Hjónin tóku saman aftur árið 2021 eftir um sautján ára aðskilnað. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2002 og var mikið fjölmiðlafár í kringum samband þeirra. Þau trúlofuðust ári seinna en slitu sambandinu í lok árs 2003, örfáum dögum áður en þau ætluðu að ganga í það heilaga.

Sjá einnig: Sagður vera kominn til vits og ára um samband hans og Jennifer Lopez – „Þetta mun aldrei virka“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið