fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fókus

Hittust í hádegismat og Affleck gat ekki látið hana vera

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 15:30

Ben Affleck og Jennifer Lopez. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt virðist vera í góðu lagi hjá fyrrverandi stjörnuparinu söng- og leikkonunnar Jennifer Lopez og leikarans Ben Affleck. Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að þrátt fyrir yfirvofandi skilnað laðist þau enn hvort að öðru.

Lopez og Affleck sáust saman í fyrsta skipti frá því að söngkonan sótti um skilnað í ágúst. Þau hittust, ásamt börnum sínum, í hádegisverð á Beverly Hills hótelinu.

Neistar flugu að sögn heimildarmanni Page Six en að hans sögn gat Affleck ekki hætt að snerta J.Lo.

Affleck á að hafa skipulagt hádegisverðinn svo að paparazzi ljósmyndarar myndu taka myndir og þau gætu sýnt að þau séu góðir vinir. En hann gat ekki látið hana vera að sögn heimildarmannsins.

Tvö af börnum Affleck komu með á laugardaginn, Seraphina, 15 ára, og Samuel, 12 ára, og tvíburar J.Lo voru einnig með í för, Emme og Max, 16 ára. Börnin sátu á öðru borði en þau.

„Þetta var hans hugmynd að hittast þarna. Hann vildi sýna að þau væru vinir. Hann vildi vera myndaður, þú ferð þangað þegar þú vilt að fólk sjái þig,“ sagði heimildarmaðurinn.

En það hafa engar breytingar orðið á sambandsstöðu þeirra. „Lopez vill hafa gott á milli þeirra en það stendur enn til að skilja,“ sagði heimildarmaðurinn.

Söngkonan sótti um skilnað frá leikaranum og leikstjóranum Ben Affleck á öðru brúðkaupsafmæli þeirra, þann 20. ágúst síðastliðinn.

Hjónin tóku saman aftur árið 2021 eftir um sautján ára aðskilnað. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2002 og var mikið fjölmiðlafár í kringum samband þeirra. Þau trúlofuðust ári seinna en slitu sambandinu í lok árs 2003, örfáum dögum áður en þau ætluðu að ganga í það heilaga.

Sjá einnig: Sagður vera kominn til vits og ára um samband hans og Jennifer Lopez – „Þetta mun aldrei virka“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring