fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Áhrifavaldapar sætir harðri gagnrýni – „Hafa þau ekki heyrt um Madeleine McCann?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 11:30

Matt og Abby Howard.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjörnurnar og hjónin Matt Howard og Abby Howard sæta harðri gagnrýni fyrir að skilja drengina sína eftir inni í herbergi á skemmtiferðaskipi á meðan þau borðuðu kvöldmat.

Matt og Abby eiga saman tvo drengi, Griffin, 2 ára, og August, 13 mánaða. Þau voru í fríi með drengina á skemmtiferðaskipi og ákváðu að skilja þá eftir sofandi inni í herbergi á meðan þau borðuðu kvöldmat. Þau greindu sjálf frá þessu en sögðust hafa fylgst með drengjunum í gegnum FaceTime.

„Við fórum með þá að borða fimm kvöld í röð og það var greinilegt að þeir voru ekki að njóta sín og þar með ekki við heldur,“ skrifaði Abby í Story á Instagram.

Hún sagði að þau hafi því ákveðið að færa kvöldmatartímann þar til eftir að drengirnir væru sofnaðir og nota FaceTime til að fylgjast með þeim.

Hún sagði einnig að FaceTime hafi orðið fyrir valinu þar sem hefðbundin barnapíutæki virka ekki úr svona mikilli fjarlægð. „Þetta var svo miklu betra fyrir alla,“ sagði hún.

Gríðarlega umdeilt

Þó Matt og Abby hafi þótt þetta frábær hugmynd voru netverjar ekki sammála.

„Fólk tekur sönnum sakamálum greinilega ekki alvarlega,“ sagði einn. „Þetta er skelfilegt. Ég meina, hvað ef eitthvað gerist á meðan þið eruð í burtu? Hvað myndi það taka ykkur langan tíma að hlaupa til þeirra?“

Margir voru mjög reiðir út í hjónin. „Þau hefðu verið handtekin hefði þetta gerst á landi,“ sagði einn.

Þau voru einnig gagnrýnd fyrir að auglýsa að börnin væru ein inni í herberginu.

„Hafa þau ekki heyrt um Madeline McCann,“ sagði áhrifavaldurinn Ryleigh, sem kallar sig Pampered Momma á TikTok og er með yfir 280 þúsund fylgjendur.

@pampered_momma I can’t even imagine doing something like this… I’m not perfect by no means. But I hope this opened their eyes to everything that could’ve happened and that they don’t ever do anything like this again. #mattandabby #kids #momlife #motherhood ♬ original sound – Erika Dison | SAHM + Lifestyle

Sögðu drengina ekki hafa verið eina

Abby og Matt rufu þögnina í gær og svöruðu áhyggjum netverja. Þau sögðu að stórfjölskylda Abby hafi verið með í för og að það hafi alltaf einhver verið með drengjunum. Þau sögðu að þau hafi bara notað FaceTime sem auka öryggisráðstöfun.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Abby sagðist skilja að fólk hafi tekið fyrri færslu hennar um málið á þann veg að þau hafi skilið börnin eftir ein, en að það hafi ekki verið rétt.

Netverjar skiptast í fylkingar, sumir trúa hjónunum á meðan aðrir halda að þau séu bara að reyna að bjarga andliti og að þau hafi í raun og veru skilið börnin eftir.

@makeupfresh Replying to @Michaellaaa Matt & Abby posted saying their kids were never left alone on the cruise. They said that a family member was with the children the whole time. I genuinely hope this was the case. #mattandabby #cruise #popculture ♬ original sound – Makeup Fresh

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“