fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fókus

Hætt komin eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af Ozempic

Fókus
Fimmtudaginn 12. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska fyrirsætan Lottie Moss segir að hún vilji frekar deyja en að prófa aftur að taka megrunarlyfið Ozempic. Lottie var hætt komin fyrir skemmstu eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af lyfinu.

Eins og mörgum er kunnugt var Ozempic þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf fyrir einstaklinga sem glíma við ofþyngd eða offitu.

Því verður seint haldið fram að Lottie, sem er hálfystur fyrirsætunnar Kate Moss, glími við ofþyngd en hún er innan við 60 kíló.

Lottie, sem er 26 ára, segir frá því í samtali við Daily Mail að hún hafi glímt við vökvaskort og fengið krampa eftir að hafa tekið inn háan skammt af lyfinu í um tvær vikur. Kveðst hún stíga fram til að hvetja fólk til að fara varlega þegar lyfið er tekið inn og gera það ekki nema í samráði við lækni.

Lottie segir að hún hafi komist að því á sjúkrahúsinu að skammturinn sem hún tók inn hafi verið ætlaður fyrir manneskju sem vegur hundrað kíló eða þar um bil.

Hún rifjar upp að atvikið hafi gerst fyrir nokkrum mánuðum, á tímabili þar sem hún var ekki „ánægð með þyngdina sína“ eins og hún orðar það. Segist hún hafa fengið Ozempic frá vini sínum og ákveðið að prófa það. Stærri mistök segist hún ekki hafa gert og segir hún það hafa verið mjög ógnvekjandi þegar vöðvar um allan líkamann stífnuðu skyndilega upp.

Lottie, sem heldur úti síðu á OnlyFans, segir að á þessum tveimur vikum hafi hún farið úr 60 kílóum niður í 53 kíló. Segist hún hafa verið mjög veik meðan að á þessu tímabili stóð, kastað stanslaust upp og verið rúmliggjandi í að minnsta kosti tvo daga. Gat hún ekki einu sinni haldið vökva niðri og var hún að lokum flutt á sjúkrahús vegna vökvaskorts.

Lottie hlaut sem betur fer ekki varanlegan skaða af en hún ítrekar fyrir fólki að taka ekki inn Ozempic nema það nauðsynlega þurfi þess og ávallt í samráði við lækni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“