fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Sunneva hefur breytt því hvernig hún sýður egg

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. september 2024 09:29

Sunneva Einarsdóttir. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, hlaðvarpsdrottningin og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir elskar egg.

Hún byrjar alla daga á því að borða nokkur egg, meira að segja áður en hún drekkur fyrsta kaffibollann.

„Fékk mér eggin mín áður en ég fékk mér kaffi. Alltaf, egg á undan koffíni. Þetta er bara regla, ég geri þetta á hverjum einasta morgni. Get ekki fengið mér neitt annað í morgunmat,“ sagði Sunneva á samfélagsmiðlum í ágúst.

Sjá einnig: Sunneva byrjar alla daga eins – „Þetta er bara regla, ég geri þetta á hverjum einasta morgni“

Fær reglulega sömu spurninguna

Sunneva er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins með um 59 þúsund fylgjendur á Instagram og 36 þúsund fylgjendur á TikTok. Hún fær því reglulega spurninguna: Hvernig sýður þú eggin þín?

Hún deildi aðferðinni sinni með áhugasömum á Instagram í gær: „Sjóða í átta og hálfa mínútu (eftir að suðan kemur upp) og svo beint undir kalt vatn.“

Breytt aðferð

Það er ekkert nýtt að egg séu í uppáhaldi hjá áhrifavaldinum. Árið 2019 sagðist hún oft vera spurð hvernig hún sýður eggin sín. „Ég set vatn í pott, smá salt, bíð þangað til suðan kemur upp, lækka hitann. Set þá „timer“ á 4:30. Þegar „timerinn“ er búinn, beint í kalt, rennandi vatn. Og voilá!“ sagði áhrifavaldurinn á sínum tíma.

Nú hefur hún breytt aðferðinni og sýður nú eggin í átta og hálfa mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Í gær

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Í gær

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk