fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Segist enn eiga eftir að horfa í augun á þeim sem komu fram á tónleikum til höfuðs Heru – „Mér fannst þetta skítt og Hera á betra skilið“ 

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. september 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta þættinum af Einmitt, hlaðvarpi Einars eins og fram kom hér í DV í gær þar sem fjallað var um mat Friðriks Ómars á jólatónleikamarkaðinum. 

Sjá einnig: Segir rjómatertutónleikana í frjálsu falli – Lagði allt undir fyrir Freddie Mercury

Þeir félagar fóru yfir margt fleira í þættinum og þar á meðal þátttöku Íslands í Eurovision í ár. Báðir eru þeir Einar og Friðrik Ómar áhugamenn um Söngvakeppnina og Eurovision. Þeir hafa báðir átt lög í keppninni í gegnum tíðina og verið fulltrúar þjóðarinnar í keppninni erlendis. Tal þeirra berst að keppninni í ár, Heru Björk Þórhallsdóttur og þátttöku hennar í keppninni, en þeim fannst báðum illa vegið að Heru og framkoman ljót í hennar garð.

Sparar nánast ekkert með því að hætta með Söngvakeppnina

„Við skulum halda því til haga að keppninni hefur nánast alltaf verið mótmælt af háværum en litlum hóp,“ segir Friðrik Ómar. Keppnin er þannig sögð einhver ómenning og að hún sé peningaeyðsla.

„Ef það er peningaeyðsla að framleiða vinsælasta afþreyingarefni ársins fyrir utan Áramótaskaupið þá er það bara vitleysa. Þetta er eins og aðventan og jól fyrir fullt af fólki og þarna kemur fjölskyldan saman og nýtur þess að horfa saman,“ bætir hann við. „RÚV sparar ekkert með því að fella niður keppnina því símakosningarnar, aðgöngumiðasala og kostunartekjur bera Söngvakeppninni uppi,” segja þeir félagar. Þannig er keppnin nánast sjálfbær rekstrareining og því augljóst að ef keppnin er felld niður þá er það bara tekjutap fyrir tónlistar- og framleiðslugeirann og þeir peningar fara ekkert annað því þeir koma þá ekki inn til RÚV.

„Mér fannst þetta skítt og Hera á betra skilið“

En það sem þeir dvelja þó mest við í samtali sínu er það sem þeir vilja kalla tvískinnungshátt í garð Heru. „Þegar ég horfi á þetta líka, bæði í fjarlægð og nálægð því ég þekki Heru persónulega og fylgist grannt með þessu. Þá skil ég ekki þessa framgöngu í garð hennar því fyrir mér er þetta bara ofbeldi sem hún varð fyrir,“ segir Friðrik Ómar.

Þá bætir hann við að tónleikarnir sem haldnir voru henni til höfuðs hefðu ekki verið neinum til sóma. Það hefði verið eðlilegra að halda þá á fimmtudeginum þegar Ísrael keppti til undanúrslita en ekki þriðjudeginum þegar Hera keppti. „Ég á alveg ennþá eftir að horfa í augun á þessu fólki sem kom þarna fram á þriðjudeginum í Háskólabíói. Mér fannst þetta skítt og Hera á betra skilið.“ 

Við styðjum ekki neitt stríð

„Það er ekki þannig að við sem stóðum og stöndum með Heru samþykkjum þetta stríð. Ég bara skil ekki hvernig er hægt að setja þetta í sama box,“ segir Friðrik Ómar um sína afstöðu og annarra sem voru framarlega í því að styðja Heru í gegnum þetta erfiða tímabil.

„En svo spilum við fótboltaleik við lið frá Ísrael, við spilum blakleik við lið frá Ísrael og setjum keppnisliðið okkar á Ólympíuleikunum ein í bát með liði Ísraela við setningu leikanna og það heyrist ekki múkk frá neinum yfir því en Hera er gerð að stuðningsmanni barnamorða af því að hún vill nýta áunninn keppnisrétt sinn í Eurovision. Þetta er bara ógeðslegt,“ segir Friðrik Ómar þegar þeir félagarnir fara yfir tvískinnungsháttinn sem þeir segja Heru Björk hafa orðið fyrir.

Hlusta má á spjall þeirra félaga í fullri lengd hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Hryllileg hrekkjavaka

Vikan á Instagram – Hryllileg hrekkjavaka
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvaða frægu fermingardrengir eru þetta?

Hvaða frægu fermingardrengir eru þetta?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“