Ferðin er hluti af fimm vikna ferðalagi þeirra um Evrópu en það er óhætt að segja að Íslandsheimsóknin muni verða eftirminnilegust þar sem Brandon kom Paige heldur betur á óvart og fór á skeljarnar.
Hún hafði ekki hugmynd um fyrirhuguð plön hans og hélt að þau væru bara að taka þátt í TikTok-trendi.
Horfðu á skemmtilega myndbandið hér að neðan.
@paigelancelot Brando showed me how icey Iceland really got 🙊 #proposal #engagement #brideera #iceland #travel #travellingcouple #fiance ♬ original sound – SUMMER RIALS
Myndbandið hefur slegið í gegn hjá netverjum og hafa yfir 230 þúsund manns líkað við það.
Fókus óskar turtildúfunum innilega til hamingju.