fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fókus

Þráir að verða Íslendingur

Fókus
Þriðjudaginn 10. september 2024 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írskur maður segir á samfélagsmiðlinum Reddit að hann langi ekkert frekar en að flytja til Íslands, læra íslensku og verða Íslendingur.

Maðurinn segist hafa alið þennan draum með sér megnið af ævinni að búa á Íslandi:

„Ég hef eiginlega verið með íslenska menningu, sögu og sérstaklega íslensku þjóðina á heilanum. Ég get ekki beðið eftir að samlagast og verða Íslendingur.“

Maðurinn er augljóslega ungur en hann segist vera að læra læknisfræði og það sé að öllu óbreyttu 4 ár þar til hann ljúki grunnnáminu en þá verði hann 23 ára. Hann segir að þessi 4 ár eigi að vera nægilega langur tími fyrir hann til að læra íslensku. Læknaneminn segist hafa reynt það áður að læra íslensku en það hafi ekki tekist nægilega vel þar sem læknanámið sé svo tímafrekt. Hann segist langa mikið að fara að læra íslensku og þá ekki síst með áherslu á orð sem tengjast læknisfræði.

Ungi maðurinn segist ekki hafa lært erlent tungumál áður en segir að læknanámið hafi hjálpað honum mikið að læra og öðlast skilning á nýjum viðfangsefnum. Þar af leiðandi hefur hann fula trú á að hann geti náð góðum tökum á íslensku.

Læknaneminn írski sem svona spenntur er fyrir Íslandi segir ekki bókstaflega í færslu sinni að hann stefni fullum fetum að því að starfa sem læknir á Íslandi en það er þó erfitt að draga ekki þá ályktun af færslu hans.

Að vera læknir á Íslandi

Í athugasemdum við færsluna er hann hvattur eindregið til dáða og tjáð að Ísland þurfi sárlega á fleiri læknum að halda. Honum er í einni athugasemd ráðlagt að vilji hann læra íslensku hratt og örugglega sé best að finna sér einkakennara á netinu.

Í einni athugasemd er því haldið fram að það sé vel mögulegt fyrir hann að fá lækningaleyfi á Íslandi þótt hann tali ekki reiprennandi íslensku, sérstaklega ef hann sé tilbúinn til að starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Læknaneminn írski svarar þessu þannig að hann væri mjög áhugasamur um að starfa á Akureyri.

Í athyglisverðri athugasemd segist mexíkóskur maður, sem segist vera gjörgæslulæknir, bera sama draum í brjósti og Írinn en segir að Ísland taki ekki mexíkósk lækningaleyfi gild. Í athugasemd er sá maður hvattur til að láta á það reyna í ljósi mikil læknaskorts á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“