fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Segir rjómatertutónleikana í frjálsu falli – Lagði allt undir fyrir Freddie Mercury

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. september 2024 13:23

Friðrik Ómar Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi markaður um jólin er bara að breytast. Stóru, rjómatertu, fjölda gesta tónleikarnir eru bara í frjálsu falli. Miðaverðið hefur verið að hækka, tónleikahaldarinn og tónlistarfólkið fær ekkert af því, aðföng tengt umgjörð og kynningarmálum er bara að hækka og fólk gerir þess vegna meiri kröfur, 

segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson spurður út í stöðuna á tónleikahaldi hér á landi.

Friðrik Ómar er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta þættinum í hlaðvarpi Einars, Einmitt.

Friðrik Ómar er ekki bara vinsæll og farsæll tónlistarmaður heldur er hann einn umfangsmesti tónleikahaldari landsins, sem eigandi Rigg viðburða. Þá hefur Friðrik sett upp og framleitt tónleika með listamönnum eins og Friðrik Dór í Hörpu og þá má ekki gleyma einu af hans stærstu verkefnum til þessa sem eru Fiskidagstónleikarnir sem hann vann í tengslum við Fiskidaginn mikla með stuðningi frá Samherja. 

Lagði allt sem hann átti undir

Friðrik Ómar segir frá því þegar hann ákvað að stíga skrefið til fulls að verða tónleikahaldari. „Þegar að Harpa opnar 2011 þá er ég bara heima og fæ þessa hugmynd. Heiðurstónleikar Freddie Mercury. Ég átti eina og hálfa milljón, sem er nú ekki mikill peningur, en ég ákvað að kaupa auglýsingar fyrir allan peninginn og keyrði þær fimm daga,“ segir Friðrik Ómar þegar hann rifjar upp þennan tíma. 

„Svo var hringt í mig úr Hörpu daginn sem miðasalan hófst og þá var röð út úr dyrum. „Ég fagnaði svo rosalega, ég var einn heima á Skólavörðustígnum, það seldust upp fjórar sýningar.“

Harpa hluti af aðdráttaraflinu

„Ég tók ekkert af peningunum út samt. Ég hélt áfram að fjárfesta í tónleikaverkefnum,“ bætir hann við og þar með var grunnurinn lagður fyrir næsta áratug og rúmlega það. 

Friðrik Ómar og Einar ræða einnig hvernig þessi tónleikamenning hefur verið að þróast mikið, fyrstu jólatónleikarnir eins og við þekkjum þá voru að líta dagsins ljós á fyrstu árunum eftir aldamót. Með tilkomu Hörpu hafi framboð svo margfaldast hratt. 

Friðrik Ómar segir að sem gerðist fyrstu árin eftir að Harpa opnaði, sem gerðist í miðri kreppu, er að fólk ákvað að gera sér dagamun með því að fara á góða tónleika og út að borða og gera sér þannig dagamun þegar það hafði síður efni á utanlandsferð. Þannig var líka Harpa sjálf hluti af því sem dró gesti á tónleikana hans, en það kom aftur á næstu uppsetningu af því hann hafði sannað sig sem tónleikahaldari.

Er tónleikahald búið að ná sér eftir COVID?

Þá ræða þeir félagar líka stöðuna á tónleikahaldinu eins og það er í dag og velta því fyrir sér hvort tónleikahald sé búið að ná sér eftir COVID faraldur. 

„Tónleikamiðinn er búinn að hækka um 2 til 3 þúsund krónur og tónleikahaldarinn er ekki að sjá neitt af því,“ segir Friðrik Ómar. Það eru hækkanir í aðföngum á borð við tækni og tækjabúnað, auglýsingar og framleiðsla ýmiskonar í kringum uppsetningarnar en ekki tónlistarfólkið sem er að kalla á þá hækkun.

Öryggiskröfur orðnar óyfirstíganlegar

Þá berst talið að Fiskidagstónleikunum sem Friðrik Ómar stýrði við góðan orðstír. Tónleikarnir voru með þeim flottustu sem settir voru upp ár hvert á landinu en að loknum tónleikunum í fyrra var skipuleggjendum orðið það ljóst að ekki væri lengur hægt að verða við öryggiskröfum Almannavarna og því var sú ákvörðun tekin að hætta því tónleikahaldi fyrir fullt og allt. Einar segist hafa áhyggjur af því að Fiskidagstónleikarnir kunni að vera þeir fyrstu af mörgum og Friðrik Ómar telur fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af því.

Hlusta má á spjall þeirra félaga í fullri lengd hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram