fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Íslandsvinurinn Dave Grohl eignast barn utan hjónabands – Segist ætla að endurvinna traust eiginkonunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2024 21:11

Dave Grohl. Mynd: Getty Images.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dave Grohl, gítarleikari og söngvari í hljómsveitinni Foo Fighters og fyrrverandi trommuleikari í Nirvana, hefur tilkynnt að hann hafi eignast stúlkubarn utan hjónabands. Meðal fjölmiðla sem greina frá þessu er rokkmiðillinn Blabbermouth.

Grohl skrifaði á Instagram-síðu sína:

„Nýlega varð ég faðir nýfæddrar stúlku, sem fædd er utan hjónabands míns. Ég ætla mér að verða henni ástríkt og styðjandi foreldri. Ég elska eiginkonu mína og börnin mín og ég mun gera allt sem ég get til að endurvinna traust þeirra og öðlast fyrirgefningu þeirra.“ – Ennfremur bað Grohl aðdáeundur sína um nærgærni og tillitssemi í garð þeirra sem í hlut eiga.

Þess má geta að Grohl er með lokað fyrir ummæli undir færslu sinni.

Dave Grohl hefur nokkrum sinnum komið til Íslands, til dæmis spilaði Foo Fighters á Secret Soltice tónlistarhátíðinni í Reykjavík árið 2017. Blandaði hann þá geði við Hrafnkel Örn, trommuleikari í hljómsveitinni Agent Fresco.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi