fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 1. september 2024 20:00

Fanney Dóra Veigarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, förðunarfræðingurinn og leikskólakennarinn Fanney Dóra Veigarsdóttir byrjaði fyrst að finna fyrir verkjum í fótunum þegar hún var fimmtán ára gömul. Hún leitaði til læknis á þeim tíma og mun aldrei gleyma því þegar læknirinn sagði að hún þyrfti bara að grennast. Hún var hraustur unglingur, æfði fótbolta og borðaði hollt. Áratugi síðar var hún greind með fitubjúg (e. lipedema) en sjúkdómurinn er lítt þekktur, sérstaklega hér á landi.

Fanney Dóra er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan. Þú getur einnig horft á hann í heild sinni hér eða hlustað á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

„Ég er búin að vera í fótaveseni síðan ég var fimmtán ára og ég var 25 ára þegar ég komst að því að ég er með sjúkdóm í fótunum,“ segir Fanney Dóra.

Talið er að allt að ellefu prósent kvenna glími við sjúkdóminn.

Fanney Dóra fór til Erlu Gerðar Sveinsdóttur, læknis. „Hún er frábær og er að vinna með þennan sjúkdóm. Bæði er hún að vinna með offitusjúkdóma, lipedema og lymphedema, sem er önnur útgáfa af þessum sjúkdómi.“

„Þetta er bólgusjúkdómur sem myndast í fótum og höndum. Sumir fá bara í annarri hendi eða fæti, þetta er mjög misjafnt og hann kemur yfirleitt í ljós við hormónabreytingar, eins og þegar maður verður unglingur eða óléttur.“ Hægt er að lesa nánar um fitubjúg í viðtali við Erlu Gerðu í Læknablaðinu.

Fanney Dóra Veigarsdóttir.

Sagt að léttast 15 ára

Fanney Dóra segir að þar sem sjúkdómurinn verður þess valdandi að hendur og fætur stækki þá fer gjarnan af stað umræða um offitu og konum með sjúkdóminn sagt að fara í ræktina til að grennast.

Hún rifjar upp þegar hún fór til læknis í fyrsta skipti vegna verkja í fótum. Hún var þá fimmtán ára gömul, heilsuhraust og æfði íþróttir.

„Ég gleymi því ekki þegar ég sat með pabba inni hjá lækni, því ég var svo slæm í hnjánum, og læknirinn var að segja að ég þyrfti að léttast. Pabbi sagði: „Ertu að djóka? Hún æfir fótbolta alla daga og hefur gert síðan hún var sex ára. Hún borðar ekki óhollt. Hvað meinarðu?“ Læknirinn sagði að svona væri þetta og ég þyrfti að léttast. Það er náttúrulega alltaf niðurstaðan hjá þeim,“ segir Fanney Dóra.

Fanney Dóra Veigarsdóttir.

Tók því illa þegar ókunnugir reyndu að sjúkdómsgreina hana

„Ef maður googlar þennan sjúkdóm þá er það alveg fokking brútal. Í gegnum tíðina hef ég fengið skilaboð á Instagram þar sem ég er spurð hvort ég gæti verið með þennan sjúkdóm, bara svona upp úr þurru. Og ég tók því alltaf mjög illa, því ef maður googlar hann þá eru myndirnar mjög ýktar. Ég var kannski að setja speglamynd og vera sæt, það var alltaf þá sem einhver sendi: Ertu nokkuð með þetta?“ Ég fór í algjöra vörn en þetta var svona aftast í huganum,“ segir Fanney Dóra.

„Ég fór til Erlu Gerðar í algjöru þroti [Ég sagði við hana:] Ég er alltaf í ræktinni, af hverju er ég ekki að léttast? Hún tók blóðprufu, mældi og tjékkaði og sagði við mig: „Þú ert með þennan sjúkdóm og það er mjög augljóst. Ég sé það bara þegar ég horfi á þig.“ Ég fór svo líka til æðasérfræðings sem ómaði fæturna og hann staðfesti þetta.“

Hætti að fara til læknis

Það var erfitt að leita til læknis og fá þessi viðbrögð, sérstaklega verandi fimmtán ára unglingur. Þetta hafði mikil áhrif á Fanneyju Dóru sem hætti að vilja leita til fagaðila í heilbrigðisgeiranum.

„Þarna myndi ég segja byrjar öll mín læknahræðsla,“ segir hún.

„Ég fór lengi ekki til tannlæknis því ég meikaði það ekki. Ef ég þurfti að fara til læknis, ég meikaði það ekki. Mér fannst eins og öll vandamálin mín lægju í því að vera í ofþyngd. Ég held að þetta hafi allt byrjað þarna og ég hugsa alveg, ef ég hefði fengið betra viðmót þarna, hefði ég verið aggresífari þegar þetta gerist hjá Thaliu? Ég veit það ekki…“

Fanney Dóra ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasti þætti af Fókus, spjallþætti DV, þar sem hún segir einnig frá veikindum dóttur sinnar, Thaliu Guðrúnar. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hér til að hlusta á Spotify.

Sjá einnig: Andrúmsloftið þungt meðan þau biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra

Fylgstu með Fanneyju Dóru á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk
Hide picture