fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fókus

Dásamlegur krílagalli fyrir veturinn

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 1. september 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Ljúflingar: Uppáhaldsföt á yngstu börnin inniheldur 70 uppskriftir að gullfallegum prjónaflíkum og fylgihlutum handa börnum frá fæðingu og upp í fjögurra ára. Hér er að finna einfaldar og flóknari uppskriftir, úrval fjölbreyttra heimferðasetta með peysum, buxum, húfum og sokkum. Einnig eru uppskriftir að heilgöllum, samfellum, teppum, leikföngum og fleiru.

Hanne Andreassen Hjelmås og Torunn Steinsland standa að Klompelome en það er bæði vefsíða og netveslun og til eru fjölmargar prjónabækur eftir þær sem njóta mikilla vinsælda í Noregi og víðar. Áður hafa komið út á íslensku bækurnar Ljúflingar: Prjónað á stóra og smáa og Ljúflingar: Prjónað fyrir útivistina.

Forlagið gefur lesendum DV uppskrift að krílagalla sem er tilvalinn fyrir þau yngstu í haust og vetur.

Við erum ánægðar með Krílahönnunina og höfum lengi ætlað að gera þunnan galla með fallegum laska. Útkoman er sætur galli sem er fullkominn fyrir lúr í vagninum eða innan undir regngallann í leikskólanum.

STIG 2

STÆRÐIR (0–1) 3 (6–9) 12 (18) 24 mán

GARNTILLAGA KlompeLOMPE Tynn Merinoull, litur 2650

GARNÞÖRF (150) 150 (200) 200 (250) 300 g

PRJÓNAR Hringprjónar nr. 2,5 og nr. 3, báðir 60 cm og 80 cm

PRJÓNFESTA 27 L á prjóna nr. 3 = 10 cm

MÁL Yfirvídd: U.þ.b. (45) 46,5 (52) 56 (59) 63,5 cm

Lengd: U.þ.b. (44) 51 (59) 65 (70) 74 cm

Gallinn er prjónaður fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður.

Fitjið upp (77) 77 (83) 89 (89) 93 L á hringprjón nr. 2,5.

Prj stroff (1 S, 1 B).

Fyrsta umf er á röngu.

Í 5. umf er prj hnappagat þannig: Prj 2 L stroffprjón, 2 S saman, sláið upp á prjóninn, prj stroff út umf.

Prj alls 9 umf stroff. Skiptið yfir á prjóna nr. 3.

Byrjið að prj munstur eftir munsturteikningu og að auka út í laska. Lesið næstu hluta uppskriftarinnar

áður en prjónað er áfram. Aukið er út með því að prj bandið á milli lykkjanna snúið S (sjá myndbandið øke mot høyre og venstre á klompelompe.no).

Byrjið á munstri (1. umf) og aukið út fyrir laska þannig:

Prj 5 S (= garðar/kantlykkjur), (5) 5 (7) 8 (8) 8 S (= vinstra framstykki), auk 1 L, 11 L munstur (= merki­lykkjur, laski), auk 1 L, (6) 6 (6) 7 (7) 7 S, (= vinstri ermi), auk 1 L, 1 S (= merkilykkja, laski), auk 1 L, (21) 21 (23) 25 (25) 29 S (= bakstykki), auk 1 L, 1 S (= merkilykkja, laski), auk 1 L, (6) 6 (6) 7 (7) 7 S (= hægri ermi), auk 1 L, 11 L munstur (= merkilykkjur, laski), auk 1 L, (5) 5 (7) 8 (8) 8 S = (hægra framstykki) 5 S (= garðar/kantlykkjur) = aukið út um 8 L í umf.

Prjónið áfram munstur yfir munsturlykkjurnar 11 á laskareitunum tveimur að framan. Aukið út á laska í annarri hverri umf á réttu.

Annað er prj með sléttprjóni (S á réttu, B á röngu) fyrir utan listana að framan sem prj eru með garðaprjóni.

Hnappagöt eru gerð með 4,5 cm millibili. Alls eru þau (5) 6 (6) 8 (8) 9 og eru prj þannig: 1 S, 2 S saman, sláið upp á prjóninn, 2 S.

Endurt aukningu á laska alls (16) 17 (19) 21 (23) 25 sinnum.

Næsta umf (rétta): Prj fram yfir miðjulykkju í munstri, setjið ermalykkjur á aukaprjón (5 seinni munsturlykkjurnar meðtaldar), fitjið upp 4 L, prj bakstykkið og laskalykkjurnar 2 á baki, setjið ermalykkjur (þar meðtaldar 5 fyrri munsturlykkjurnar) á aukaprjón, fitjið upp 4 L og prj út umf = (127) 131 (145) 157 (165) 177 L á prjóninum.

Prj slétt (með görðum á listunum) þar til stykkið mælist (27) 30 (34) 37 (40) 42 cm.

Leggið hnappagatalistann yfir tölulistann og prj lykkjurnar saman með því að prj 1 L af fremri prjóni og 1 L af aftari prjóni S saman.

Héðan í frá er prj í hring. Prj 1 umf S.

Lengið bakstykkið þannig: Setjið merki í lykkjuna sem er á miðju baki en þar er miðjan þegar styttar umf eru prj. Prj að miðju baki á gallanum.

Str: (0–1) 3 (6–9) mán: Prj 25 S, snúið við, 50 B, snú, 55 S, snú, 60 B, snú, prj S út umf.

Str: 12 (18) 24 mán: Prj 30 S, snú, prj 60 B, snú, prj 65 S, snú, 70 B, snú, prj S út umf.

Allar str: Setjið merki sitt hvorum megin við miðjulykkjurnar 5 bæði að framan og aftan.

Aukið út um 1 L hvorum megin við lykkjurnar 5, bæði að framan og aftan. Endurt í 4. hverri umf alls (4) 4 (4) 5 (5) 6 sinnum.

Prj 1 umf S og fellið af lykkjurnar 5, bæði að framan og aftan = (64) 66 (73) 81 (85) 93 L fyrir hvora skálm.

SKÁLMAR

Setjið merki í samskeytin. Prj S í hring.

Eftir 2 cm er tekið úr þannig: 1 S, 2 S saman, prj þar til 3 L eru að merkinu, 1 Ó, 1 S, steypið Ó yfir, 1 S.

Endurt úrtökur með 2ja cm millibili, alls (5) 5 (6) 6 (7) 8 sinnum. Prj þar til skálmin mælist (12) 15 (19) 21 (23) 25 cm.

Prj 1 umf S og fækkið lykkjunum í (40) 42 (44) 46 (48) 48 L.

Skiptið yfir á prjóna nr. 2,5 og prj (3) 4 (4) 5 (5) 5 cm stroff (1 S, 1 B). Fellið af S og B. Prj hina skálmina eins.

ERMAR

Prjónið upp 2 L undir hendi og 1 í samskeytunum, prj lykkjurnar (43) 45 (49) 54 (58) 62 af aukaprjóninum, prj upp 1 L í samskeytunum og lykkjurnar 2 sem eftir eru.

Setjið merki í samskeytin.

Takið úr eftir 2 cm, 1 L á undan og eftir merkinu.

Endurt með 2ja cm millibili þar til (39) 39 (41) 41 (42) 42 L eru á prjóninum. Prj áfram þar til ermin mælist (12) 14 (16) 19 (21) 24 cm (fellið 1 L af í síðustu umf í 4 minni stærðunum). Skiptið yfir á prjóna nr. 2,5.

Endið á (8) 8 (10) 10 (12) 12 umf af stroffi og fellið af um leið og síðasta umf er prjónuð.

Gangið frá endum, saumið saman undir höndum og saumið saman í skrefið, festið tölur á. Leggið gallann í rakt handklæði eða gufið hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“
Fókus
Í gær

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024
Fókus
Í gær

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“
Fókus
Í gær

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“