fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Anna Kristjáns hugar að heimför: „Einsemdin er farin að naga mig“

Fókus
Föstudaginn 9. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir er líklega einn þekktasti Íslendingurinn sem búsettur er á Tenerife og hefur hún haldið sínum fjölmörgu fylgjendum upplýstum um lífið á eyjunni fögru með skemmtilegum pistlum.

Í pistli sem Anna birti á Facebook-síðu sinni í morgun virðist hún vera farin að huga að heimför frá Spáni og nefnir hún að tungumálið sé stór ástæða þess.

„Ég er búin að reyna að æfa mig í spænskunni á hverjum einasta degi í nærri þrjú ár og hefi sannfærst um að ég sé vonlaus nemandi. Ég hefi vissulega náð að skilja talsverðan ritaðan texta, hefi jafnvel náð að tjá mig á spænsku við fólk, en um leið og fólk byrjar að svara mér, skil ég ekki neitt,“ segir hún meðal annars og bætir við að þegar fólk er komið yfir sjötugt sé ekki auðvelt að læra nýtt tungumál.

Hún heldur svo áfram og segir að þetta sé meginástæða þess að hún reiknar ekki með að verða langlíf á Spáni og muni að lokum enda á Norðurlöndunum, Íslandi frekar en Svíþjóð.

„Ég viðurkenni alveg að Svíþjóð kom alveg til greina, en ég óttast að ég verði að minnsta kosti jafn einmana þar og hér í sólinni. Ég verð að gera mér grein fyrir því að ég er Íslendingur og greiði mína skatta og skyldur til íslenska ríkisins með það að markmiði að fá skjól innan íslenska heilbrigðiskerfisins þegar heilsan tekur að bila. Þá kæri ég mig ekkert um að þurfa að treysta á hugsanlegan transfóbískan heimilislækni sem talar einungis spænsku og arabísku.“

Anna segist ekki vita hvort hún eigi að gefa Tenerife eitt eða tvö ár í viðbót.

„Einsemdin er farin að naga mig og þótt þessi eyja sé yndisleg, þá er ég ein á ferð. Það yrði sennilega sama sagan ef ég flytti til Gran Canaria, en ókosturinn við bæði Gran Canaria og meginland Spánar er ég þarf að geta tjáð mig á sæmilegan hátt á spænsku. Þá er fjölskyldan og flest vinafólkið á Íslandi og ég hlýt að geta þolað nokkra rigningardaga ásamt frosti og snjó í viðbót fyrir andlátið í fjarlægri framtíð. Við sjáum til hvað verður þegar líður á veturinn. Ég mun allavega reyna að þrauka af veturinn, sjáum svo til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk