fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Ragnhildur segir að þetta sé besta ráðið þegar einhver talar svona við þig

Fókus
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 20:30

Ragga nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Besta ráðið er að standa fast á sínu og treysta á að fyrstu viðbrögð séu eðlileg og rétt,“ segir sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, í pistli á Facebook-síðu sinni.

Þar skrifar hún um gaslýsingu – hugtak sem hefur verið nokkuð fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarin misseri. Ragnhildur nefnir nokkur dæmi af handahófi um gaslýsingu:

„Þú ert alltof mikið snjókorn. Þolir ekki neitt.“

„Fyrr má nú vera hvað þú ert dramatískur.“

„Ég var bara að djóka… má bara ekkert segja við þig.“

„Nú ertu að bregðast alltof harkalega við enn og aftur.“

Ragnhildur segir að þegar við fáum gaslýsingu „lóðbeint í smettið“ eftir að hafa sett mörk varðandi hvaða talsmáta við látum bjóða okkur verðum við eðlilega rugluð í ríminu um eigin tilfinningar.

„Þú óttast að viðbrögð þín séu of dramatísk. Þú veltir stöðugt fyrir þér hvort þú sért of viðkvæm. Þú heldur að þú sért ekki normal. Niðurlæging, einelti, ónærgætnar athugasemdir eru ekki efni í brandara. Ef þú hefur tilfinningagreind þá hugsarðu áður en þú talar, og veist hvað mun særa náungann. Ef þú hefur kímnigáfu þá segirðu brandara sem báðir hlæja að. Ef þú ert alvöru uppistandari og brandarakall þá velurðu grín sem setur ekki eina manneskju úr hópnum undir ljóskastarann. Þú ert ekki snjókorn, viðkvæm, dramatísk, eða móðgunargjarn ef grínið niðurlægir þig. Að skýla sér bakvið brandara eins og ferðamaður í norðanátt bakvið strætóskýli er normalísering á gaslýsingu,“ segir Ragnhildur og bætir við að gaslýsing sé andlegt ofbeldi sem er ætlað að láta þolandann efast um eigin upplifun og tilfinningar.

Ragnhildur segir að besta ráðið sé að standa fast á sínu og treysta á að fyrstu viðbrögð séu eðlileg og rétt. Hún nefnir dæmi um góð svör:

„Ég vil biðja þig um að segja mér ekki hvaða tilfinningar ég er að upplifa“

„Ég er ekki að hlæja, vegna þess að mér finnst þetta ekki fyndið.“

„Ég hef rétt á að bregðast svona við þegar mér finnst að mér vegið.“

„Ég vil biðja þig að virða mín viðbrögð, þau eru ekki of dramatísk að mínu mati.“

„Ég vil biðja þig að grínast ekki á þennan hátt við mig aftur.“

„Ég vil eiga samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu.“

Ragnhildur segir að lokum að gaslýsing gerist ekki bara í ástarsamböndum heldur geti hún brotist fram víða. Foreldrar, vinir, systkini, vinnufélagar og yfirmenn geti gaslýst þig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gamall draugur vakinn upp hjá Gísla Marteini í gærkvöldi – Hvar er Guðmundur?

Gamall draugur vakinn upp hjá Gísla Marteini í gærkvöldi – Hvar er Guðmundur?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“

Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“