fbpx
Miðvikudagur 07.ágúst 2024
Fókus

 Anna: Mannkynið mun koma saman sem fjölskylda til að verja það sem er heilagt

Fókus
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 07:40

Anna Bariyani er gestur Sölva í nýjasta þætti hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Bariyani, söngkona hljómsveitarinnar Curawaka segir mannkynið lifa á spádómstímum, þar sem mikil vakning sé að eiga sér stað. Anna, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir myrkrið alltaf dimmast rétt fyrir dögun og það gildi líka um mannkynið og jörðina:

 

Allir þessir spádómar úr alls kyns menningarheimum segja að sá tími muni koma að mannkynið allt muni koma saman sem ein fjölskylda til þess að verja það sem er heilagt. Að verja jörðina, vatnið og lífið sjálft. Þessir spádómar tala um einingu þjóða og einingu mannkyns. Sá tími er núna. Á djúpan hátt erum við öll tengd óháð kyni, litarhafti eða þjóðerni. Ég sé þessa tengingu vera að koma upp á yfirborðið sterkar en áður og það er að eiga sér stað mikil vakning um allan heim. Heimurinn virkar eins og hann hafi sjaldan eða aldrei verið dimmari og ruglingslegri, en samhliða því er að vakna ný fegurð sem við getum fundið ef við tengjum okkur inn í það. Það er að eiga sér stað vitundarvakning á jörðinni sem í mínum huga verður ekki umflúin. Við hljótum að vera að kveikja á því að við erum ekki búin að vera að sinna raunverulegu hlutverki okkar og tilgangi. Sem er að næra og hlúa að jörðinni sem við fæddumst á,” segir Anna, sem segist skilja að margir eigi erfitt með að sjá stöðuna með þessum augum.

 

Á yfirborðinu virka hlutirnir mjög ruglingslegir og í raun oft á tíðum bara mjög slæmir. En myrkrið er alltaf dimmast rétt fyrir dögun. Fallegir hlutir gerast mjög oft eftir mikla erfiðleika. Fæðing barns er til dæmis ekki auðvelt eða átakalaust ferli. Það er mikill sársauki, erfiðleikar og blóð. En ég trúi því staðfastlega að við lifum á stórmerkilegum tímum nákvæmlega núna. Hlutverk hvers og eins okkar er að taka ábyrgð á okkur sjálfum, vinna í eigin brestum og verða betri, til þess að geta lagt okkar að mörkum til heildarinnar. Við höfum lengi á vesturlöndum lifað á tímum þar sem heilinn og hugurinn hefur ráðið ríkjum. Við höfum búið til ótrúlega tækni, stórar byggingar og fleira, en neyslan og hraðinn hefur líka skilað okkur miklum vandræðum. Nú er kominn tími til að tengjast aftur hjartanu.”

 

Hljómsveitin Curawaka hefur notið mikilla vinsælda hjá fólki sem stundar hugleiðslu, yoga og fleira í þeim dúr og nýlega hélt hljómsveitin tónleika á Íslandi við góðar undirtektir. Anna segist aldrei hafa talið raunhæft að hún næði að gera það að atvinnu að verða söngkona, en það hafi nú ræst:

 

Ég sá mig aldrei fyrir mér sem aðalsöngkonu í hljómsveit eða að ég kæmi yfir höfuð fram á sviði fyrir framan fólk. Ég hef sungið alla ævi, en það að ná að vinna við það að syngja sem aðalstarf virkaði ekki raunhæft. Þegar ég var að alast upp hlustaði ég á Whitney Houston og þessar stóru og það virkaði einhvern vegin ekki raunhæft að það væri staður fyrir mig í þessum geira. En nú má segja að draumurinn hafi ræst, þar sem þetta hefur allt stækkað töluvert mikið á síðustu árunum og eftirspurnin eftir okkur er orðin mikil um allan heim. Ég hef varið miklum tíma í Suður-Ameríku með heimafólki og frumbyggjum og þar vaknaði eitthvað innra með mér sem tók mig í ferðalag sem ég er ennþá á. Tónlist er alþjóðlegt tungumál og þó að ég væri að syngja um heimalandið mitt Noreg, var eins og heimafólkið tengdi mikið við sönginn. Að sama skapi hef ég lært virkilega mikið af þeim og hvernig þau nota tónlist á allan hátt,” segir Anna, sem segir það besta í tónlistinni gerast þegar hún nær að komast út úr sjálfri sér og egóinu:

 

„Mér líður mjög oft eins og tónlistin sé að koma í gegnum mig, en ekki eitthvað sem ég er að gera sjálf. Ef ég tengi mig nógu vel næ ég að opna fyrir það að eitthvað annað en ég sjálf flæði í gegnum röddina mína. Þá gerast töfrarnir. Það er heill heimur af tónum og hljóðum sem er handan orða, en samt er eins og við náum að skilja það saman. Það er gríðarlegt magn af tíðni til sem við náum ekki að skynja, en því tengdari sem við erum, því meira af henni náum við að taka inn.”

 

Hægt er að nálgast viðtalið við Önnu og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sér eftir því að hafa opnað hjónabandið og vill loka því aftur

Sér eftir því að hafa opnað hjónabandið og vill loka því aftur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir því að móðir byrjaði að framleiða feminískt klám

Ástæðan fyrir því að móðir byrjaði að framleiða feminískt klám
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Aðeins þeir með arnarsjón finna manninn í bláa jakkanum á 30 sekúndum

Heilabrot: Aðeins þeir með arnarsjón finna manninn í bláa jakkanum á 30 sekúndum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún föndraði blómatré í leikherbergi barnanna – „Gert með ást“

Hanna Rún föndraði blómatré í leikherbergi barnanna – „Gert með ást“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skartaði glóðarauga eftir Tyrklandsferð – „Þessi ferð hefur verið erfið“

Skartaði glóðarauga eftir Tyrklandsferð – „Þessi ferð hefur verið erfið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Falssvín, óður til Sprite og veltur á steypukúlum – Árleg furðuleg listahátíð fyrir hina ríku og frægu

Falssvín, óður til Sprite og veltur á steypukúlum – Árleg furðuleg listahátíð fyrir hina ríku og frægu