fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Ástæðan fyrir því að móðir byrjaði að framleiða feminískt klám

Fókus
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 21:00

Erika Lust á tökustað klámmyndar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erika Lust er sænskur handritahöfundur, leikstjóri og framleiðandi á feminísku klámi. Hún segist hafa byrjað að framleiða klám því henni þótti „erfitt“ að sjá konur haga sér eins og „tæki“ fyrir kynferðislega ánægju karla.

Erika hefur unnið til verðlauna fyrir kvenlægu klámmyndir sínar. Hún framleiddi fyrstu myndina sína árið 2004 og er nú gjarnan kölluð leiðtogi feminísku klámhreyfingarinnar.

Hún stofnaði framleiðslufyrirtækið Lust Films því hún var komin með nóg af birtingarmynd kynlífs í hefðbundnu klámi. Hún rifjar upp þegar hún horfði fyrst á klám þegar hún var nemandi við Lund háskólann í Svíþjóð. Hún var fyrir miklum vonbrigðum vegna þess hversu mikið var einblínt á ánægju karlsins frekar en konunnar.

„Frekar en að þetta væri ánægjuleg stund þá átti ég í erfiðleikum,“ sagði Erika í viðtali við Glamour.

„Mér fannst klámið snúast um þarfir og ánægju mannsins og konan var aðeins tæki fyrir hann til að fá það.“

Erika er 47 ára, tveggja barna móðir og býr í Barcelona. Hún segist vonast til að myndirnar hennar muni ekki aðeins gera kynferðislega ánægju kvenna sjálfsagða heldur einnig breyta því að fólk horfi á karlmenn í klámi sem „kynlífsmaskínur.“

Kynferðislega frjálsir jafningjar

Erika hefur unnið til fjölda verðlauna og er örugglega hvað þekktust fyrir XConfessions verkefnið sitt sem kom í klámkvikmyndahús árið 2013.

Í hverjum mánuði velur hún tvær sögur eða fantasíur úr fjölda nafnlausra ábendinga sem hún fær í gegnum vefsíðu sína. Hún breytir þeim síðan í erótískar myndir.

Erika lýsir myndum sínum sem „kynlífs-jákvæðum“ (e. sex-positive) og sagði í samtali vði Femail árið 2015 að hennar meginmarkmið væri að sýna bæði karla og konur sem „kynferðislega frjálsa jafningja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins