fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fókus

Var Kurt Cobain myrtur?

Fókus
Laugardaginn 31. ágúst 2024 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum gerast hlutir sem eru svo óskiljanlegir að fólk getur hreinlega ekki sætt sig við þær skýringar sem gefnar eru fyrir atburðum. Þá verða gjarnan til samsæriskenningar. Samsæriskenningar halda því gjarnan fram að maðkur sé í mysunni. Eitthvað átti sér stað og sannleikanum er haldið frá almúganum, samsæriskenningasmiðirnir telja sig þó vita betur.

Sumar samsæriskenningar eru vinsælli en aðrar og margar tengjast þær þekktum einstaklingum sem eru dáðir af aðdáendum sínum.

Aðdáendur hljómsveitarinnar Nirvana voru miður sín eftir að söngvarinn, Kurt Cobain, svipti sig lífi árið 1994. Cobain hafði glímt við erfitt þunglyndi og að auki við alvarlegan fíknisjúkdóm. Honum þótti erfitt að vera frægur og fannst hann ekki ráða við pressuna sem því fylgdi. Um sannkallaðan harmleik var að ræða.

Margir trúa því þó ekki að Cobain hafi framið sjálfsvíg. Þessir aðilar telja að hann hafi verið myrtur og að líklega beri eiginkona hans, Courtney Love, ábyrgð á verknaðinum.

Félagarnir í hlaðvarpinu Álhatturinn taka nú fyrir þessa þekktu samsæriskenningu. Var Kurt Cobain myrtur?

Erfitt að vera í sviðsljósinu

Álhattar segja í lýsingu þáttarins:

„Ef þú ólst seint á síðustu öld þá manstu eflaust eftir söngvaranum Kurt Cobain og hljómsveit hans Nirvana. Fáar, ef einhverjar, hljómsveitir höfðu jafn mikil áhrif á tónlistarsmekk tíunda áratugarins og meðlimir sveitarinnar voru dýrkaðir og dáðir af síðhærðum unglingum í snjáðum gallabuxum um allan heim.

Gruggið (e.grunge rock) tröllreið gjörsamlega öllu á tímabili og þar fóru Nirvana svo sannarlega í fararbroddi.

En frægðin og áreitið sem fylgdi í kjölfarið fór misvel í meðlimi sveitarinnar og fljótt fór að bera á orðrómum um mikla vímuefnaneyslu meðlima og þá sérstaklega söngvarans Kurt Cobain. Hann átti í stormasömu sambandi við Courtney Love, söngkonu grugg sveitarinnar Hole, og saman áttu þau eina dóttur að nafni Frances Bean Cobain.

Að endingu gekk neyslan það langt að hann sá sér ekkert annað fært en að skrá sig í meðferð á Exodus meðferðarheimilið í Kaliforníu. En einungis degi síðar gengur Kurt út af meðferðarheimilinu og fer heim í bíl með æsku vini sínum sem hafði komið að sækja hann.

Nokkrum dögum síðar finnst Kurt látinn í gróðurhúsi á heimili sínu, þar sem talið er að hann hafi tekið eigið líf með haglabyssu.

Fljótlega runnu þó tvær grímur á fólk sem töldu afar ólíklegt að Kurt hafi þar sjálfur verið að verki.“

Mörgum spurningum ósvarað

Álhattar reka að helstu rök sem hafa verið færð fyrir samsæriskenningunni séu sú að Cobain hafði tekið inn svo mikið heróín að það sé ólíklegt, ef ekki ómögulegt, að hann hafi getað hleypt skotinu af. Það sé fáheyrt að fólk undir áhrifum heróíns taki eigið líf með þessum hætti.

Síðan sé það hegðun Love síðustu daga fyrir andlátið. Þau stóðu í skilnaði og telja samsæriskenningarsinnar að Love hafi ekki verið tilbúin að sleppa takinu af frægð og ríkidæmi Cobain. Eins þykir grunsamlegt að hún fékk einkaspæjara til að leita Cobain uppi og að hún gaf upp falskt nafn þegar hún tilkynnti lögreglu að Cobain væri saknað.

Eins hafi einstaklingar stigið fram sem halda því fram að Love hafi reynt að fá þá til að myrða mann hennar fyrir greiðslu. Þessi meintu vitni hafi þó tapað lífinu fljótlega eftir að þau stigu fram.

Svo lést bassaleikari Hole, Kristen Pfaff, skömmu síðar og velta Álhattar því fyrir sér hvort Love hafi líka verið þar að verki. Pfaff og Cobain voru nánir vinir og mögulega vakti það afbrýði Love.

Upptökur frá einkaspæjaranum hafa vakið tortryggni og eins skildi Cobain eftir sjálfsvígsbréf sem hefur vakið spurningar. Þá einkum niðurlag bréfsins sem þykir í engu samræmi við restina af bréfinu.

Bæði þykir málfar og orðalag niðurlagsins ekki vera í samræmi við restina af bréfinu og þar að auki sé rithöndin ólík fyrri hlutanum.

Álhattar segja:

„Hefur fólk velt því fyrir sér hvort að bréfið, eða a.m.k. síðasti hluti þess, sé falsaður og að því hafi mögulega verið komið fyrir af morðingja Kurt.

Cali DeWitt sem bjó heima hjá Kurt og Courtney og starfaði sem barnfóstra fyrir þau skötuhjúin þykir líklegur gerandi enda góður vinur Courtney og frásögn hans um aðdraganda andlátsins þykir afar ótrúverðug. Þá hefur einnig fundist bréfsefni sem sýnir hvernig Courtney virðist hafa æft sig í að falsa undirskrift Kurt sem virðist renna stoðum undir þá kenningu að hún hafi mögulega haft eitthvað með dauða Kurt að gera eða í það minnsta átt þátt í að falsa hið meinta sjálfsvígsbréf.

Þetta og margt margt fleira í þessum nýjasta þætti Álhattarins þar sem félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta fyrir sér þeirri lífseigu og afar áhugaverðu samsæriskenningu að Kurt Cobain hafi ekki framið sjálfsmorð árið 1994 heldur hafi hann verið myrtur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
Fókus
Í gær

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefanía er í hamingjusömu sambandi en samt í sambandsráðgjöf – „Mér finnst þetta vera bara hjálpartæki“

Stefanía er í hamingjusömu sambandi en samt í sambandsráðgjöf – „Mér finnst þetta vera bara hjálpartæki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi Jean byrjar alla morgna á því að fara út og hlaupa tvo kílómetra – „Eitt með venjur, þetta var ekki svona í upphafi“

Helgi Jean byrjar alla morgna á því að fara út og hlaupa tvo kílómetra – „Eitt með venjur, þetta var ekki svona í upphafi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unnsteinn Manuel hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2024

Unnsteinn Manuel hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lily Allen er í rusli og sársaukinn það eina sem kemst að – Þvertekur fyrir rætið slúður

Lily Allen er í rusli og sársaukinn það eina sem kemst að – Þvertekur fyrir rætið slúður