fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Andrúmsloftið þungt meðan Fanney Dóra og Aron biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra – „Svo kom hann inn brosandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 31. ágúst 2024 09:00

Fanney Dóra ásamt unnusta sínum og dóttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, leikskólakennarinn og förðunarfræðingurinn Fanney Dóra Veigarsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, hlaðvarpsþætti DV. Í þættinum segir hún frá veikindum dóttur sinnar, Thaliu Guðrúnar, sem gekkst undir heilaskurðaðgerð nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið sitt.

Í marga mánuði höfðu Fanney Dóra og unnusti hennar, Aron Ólafsson, reynt að fá aðstoð fyrir dóttur þeirra, en það var ekki fyrr en í desember 2023 þegar taugalæknir lagði einkennin sem dóttirin sýndi saman og sendi litlu stúlkuna í röntgenmyndatöku. Eftir það fór allt á hundrað.

Fanney Dóra segir frá því sem tók við eftir myndatökuna í spilaranum hér að neðan. Til að lesa um hvað gerst hafði fram að því smelltu hér. Einnig má horfa á þáttinn í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Fanney Dóra fór með dóttur sína í myndatöku klukkan 14:00 þann 29. desember í fyrra. Hún segir að hún hafi séð það strax á svipnum á geislafræðingunum að það væri ekki allt með felldu. Mæðgurnar voru síðan sendar á Barnaspítalann og hringdi Fanney Dóra í Aron og sagði honum að koma.

„Við mættum [á sjúkrahúsið] og það er náttúrulega, ekki kannski beint samskiptaleysi en þetta var að gerast svo rosalega hratt. Þetta var líka á versta tíma, klukkan fjögur á föstudegi fyrir áramót. Okkur var beint inn í eitthvað herbergi og hún var vigtuð og mæld. Við vorum að spá hvað væri í gangi. Svo kom inn maður sem ég man ekkert hvað heitir, en hann sagði það líka: „Þú munt aldrei muna hvað ég heiti, en ég heiti þetta og ég er krabbameinslæknir.““

Þeim var sagt að Thalia Guðrún þyrfti að fara í segulómun. „Þau vildu að hún færi í þannig líka. Hann sagði: „Það er eitthvað þarna og við verðum að komast að því núna hvað það er.““

Sjá einnig: Maður heldur aldrei að litla barnið manns fái heilaæxli

„Maður verður svolítið reiður við alla“

Fanney Dóra og Aron fóru að gráta, á meðan sat Thalia Guðrún róleg og vær á sjúkrahúsrúminu að leika sér.

„Sem betur fer þarna vildi hún ekki borða neitt og hafði ekki viljað borða neitt síðan hún var hjá ömmu sinni. Þannig hún var búin að vera fastandi í fjóra tíma sem var fáránleg heppni. Ég bauð henni krakkasnakk og vatn í bílnum en hún vildi ekki neitt.“

Þau þurftu að bíða aðeins þar til dóttirin hafði verið fastandi nógu lengi svo hægt væri að svæfa hana. Fanney Dóra segir það hafa verið ótrúlega átakanlegt að þurfa að halda dóttur sinni niðri á meðan hún var svæfð.

„Maður verður svolítið reiður við alla. Ég er ekkert ofurtrúuð en maður er samt svona reiður við Guð. Hver ert þú? Ég er bara hérna að slæda, ég er góð manneskja, og þú ert bara að gera þetta við mig,“ segir hún.

Fanney Dóra og Thalia Guðrún í sumar. Mynd/Aðsend

Þungt andrúmsloft

Fjölskyldunni var sagt að skurðlæknirinn myndi koma um eitt eftir miðnætti með fréttir. Síðan varð klukkan eitt og andrúmsloftið orðið þungt.

„Svo kom hann inn brosandi,“ segir Fanney Dóra og segir þau hafa fundið fyrir þvílíkum létti að sjá hann.

Læknirinn sagðist hafa náð öllu æxlinu, sem var góðkynja. „Hann settist hjá okkur og við vorum öll grátandi. Svo sagði hann eitthvað svona: „Já, hún verður farin að hlaupa og dansa áður en þið vitið af.“ Og þá brotnaði ég alveg niður,“ segir Fanney Dóra með tárin í augunum.

„Ég held að þetta hafi allt gerst þegar þetta átti að gerast“

Thalia Guðrún var aftur send í segulómun áður en hún var vakin eftir svæfinguna. Læknirinn fór yfir myndirnar með Fanneyju Dóru og Aroni. „Við fengum strax að sjá myndirnar og læknirinn fór með okkur yfir fyrir og eftir og þetta var galið. Það var komið svo mikið vatn inn á heilann og hjá honum hringdu þá líka viðvörunarbjöllur að enginn starfsmaður hafi séð það. Því hann mældi á henni höfuðið og sagði að þú ættir alveg að geta séð að hún var með frekar stórt höfuð. Á þessum tímapunkti, fyrir aðgerðina, þá pössuðu bara peysur úr einni verslun yfir höfuðið á henni. Sama í hvaða stærð ég keypti. Svo þegar ég skoða myndir frá jólunum, þá sér maður það alveg núna,“ segir Fanney Dóra sem vill þó ekki halda í reiðina og lítur á björtu hliðarnar.

„Ég held að þetta hafi allt gerst þegar þetta átti að gerast. Við fórum sólarhring seinna með sjúkrabíl upp á barnaspítala, vorum þar ekki í viku og vorum komin í vinnu og leikskóla tveimur vikum seinna. Sem að eftir á hyggja hefðum við kannski þurft að taka lengri tíma, en maður var líka bara svo tilbúinn að halda áfram með lífið.“

Fanney Dóra rifjar upp heimferðina frá barnaspítalanum. „Thalia Guðrún sagði við mig: „Oh, mér líður svo vel í höfðinu núna mamma.“ Því áður ef við fórum yfir hraðahindrun þá tók hún utan um höfuðið og sagði: „Á, á, á.““

Fanney Dóra á von á öðru barni.

Litla hetjan

Aðspurð hvernig litlu hetjunni líður í dag segir Fanney Dóra: „Hún er ótrúlega brött. Munurinn á henni, frá því að hún kom heim, bara daginn sem hún kom heim, það er bara fáránlegt. Labbaði strax í beinni línu. Hún segir alveg sjálf: „Mér líður betur, læknirinn lagaði mig.““

„Það er eins og ekkert hafi gerst. Það tekur tíma að komast á sama stað og jafnaldrar í hreyfiþroska en hún er í sjúkraþjálfun og er ótrúlega kröftug og dugleg. Við eigum í rauninni ekkert von á því að þetta er eitthvað sem hefur áhrif á líf hennar mikið meira.“

Fanney Dóra segir alla söguna í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á á Spotify.

Fylgstu með Fanneyju Dóru á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“
Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 4 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki
Hide picture