Endurkoma bresku rokksveitarinnar Oasis hefur ekki farið fram hjá neinum. En sveitin hefur tilkynnt tónleikaferðalag um Bretland og Írland næsta sumar, í fyrsta skiptið í 15 ár.
Margir Íslendingar munu reyna að fá miða, sem talið er að slegist verði um og margir tóku þátt í lottói til að fá að taka þátt í forsölu í dag en miðasalan hefst á morgun, laugardag.
Tónleikarnir fara fram í Cardiff, Manchester, London, Edinborg og Dublin í júlí og ágúst 2025. Þegar er búið að bæta við þremur aukatóleikum í Manchester, London og Edinborg.
Miðaverðin eru mismunandi eftir því hvort um standandi eða sitjandi svæði er að ræða, það er stæði eða stúku. En einnig er hægt að kaup svokallaða VIP passa sem eru umtalsvert dýrari.
Verðin eru eftirfarandi:
Wembley leikvangurinn, London
Stæði: 151,25 – 216,25 pund (28.330 – 40.506 kr)
Stúka: 74,25 – 271,25 pund (13.900 – 50.781 kr)
VIP: 356,25 – 506,25 pund (66.694- 94.775 kr)
Heaton garðurinn, Manchester
Stæði: 148,5 pund (27.801 kr)
Stæði með bar, sætum og fleiru: 268,5 pund (50.266 kr)
VIP: 353,5 – 453,5 pund (66.179 – 84.900 kr)
Murrayfield leikvangurinn, Edinborg
Stæði: 151 – 216 pund (28.269 – 40.437 kr)
Stúka: 74 – 271 pund (13.854 – 50.734 kr)
Principality leikvangurinn, Cardiff
Stæði: 150 – 215 pund (28.082 – 40.250 kr)
Stúka: 73 – 270 pund (13.666 – 50.547 kr)
VIP: 355 – 505 (66.460 – 94.541 kr)
Croke garðurinn, Dublin
Stæði: 179 evrur (28.316 kr)
Stúka: 87 – 245 evrur (13.763 – 38.757 kr)