fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Hvers vegna kettir eru svo hræddir við agúrkur

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. ágúst 2024 17:30

Þessi köttur er logandi hræddur. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lygilega stór hluti af internetinu er notaður undir myndbönd af köttum. Þessum loðnu og fyndnu ferfætlingum sem eru krúttaralegri en flestar aðrar lífverur.

Algengt er að finna myndbönd af köttum sem verða vitstola af hræðslu þegar þeir sjá agúrku. Sérstaklega ef agúrkunni er laumað fyrir aftan köttinn.

En hvers vegna eru kettir svo hræddir við agúrkur?

Í tímaritinu National Geographic er fjallað um þennan undarlega ofsaótta katta og rætt við dýraatferlisfræðinginn Jill Goldman.

„Kötturinn sýnir viðbragð þegar honum bregður og reynir að komast eins fljótt úr aðstæðunum og hann getur. Síðan metur hann stöðuna úr hæfilegri fjarlægð,“ sagði Goldman.

Hún segir að það geti einnig ruglað ketti í ríminu þegar agúrkur eru settar nálægt þeim stað þar sem þeir éta. Þann stað tengja kettir við öryggi.

Þó að erfitt sé að lesa í huga katta þá er vel hugsanlegt að ástæðan fyrir því að kettir séu svona hræddir við agúrkur séu liturinn og lögunin. Það er að þeir tengi agúrkuna við snáka, sem hafa verið smáum kattardýrum hættuleg rándýr aftur í aldirnar.

„Það er sennilega ekki gott að valda dýrinu þínu streitu,“ segir Goldman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“