fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
Fókus

Rúmenski risinn þótti fullkomin geimvera – 231 sentímetrar á hæð og vakti furðu lækna

Fókus
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmeninn Robert Bobroczky vakti töluverða athygli árið 2017, þá 16 ára gamall og búsettur í Ohio í Bandaríkjunum. Unga manninum dreymdi um að verða körfuboltastjarna og hefur líffræðilegu yfirburðina til að skara fram úr í íþróttinni út af hæð sinni, og vakti risinn athygli hvert sem hann kom enda fáheyrt að unglingar séu 231 sentímetri að hæð. Nú hefur hann aftur vakið athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Alien: Romulus þar sem hæð hans fær að njóta sín.

Leikstjóri myndarinnar, Fede Alvarez, vildi síður halla sér um of að tækninni og kaus því að fara gömlu góðu leiðina og byggja geimverurnar í mynd sinni á raunverulegu fólki. Þar með var Robert, sem í dag er 24 ára gamall, fenginn til að taka að sér hlutverk veru sem kallast The Offspring.

Robert er fæddur árið 2000 og körfuboltinn er honum í blóði borinn. Faðir hans, Zsigmond Bobróczky, var rúmenskur körfuboltamaður og var 2,17 metrar á hæð. Móðir hans, Brunhilde, var líka íþróttakona, keppti í blaki og handbolta og þótti sjálf hávaxin kona, 1,86 metrar á hæð. Því var fyrirséð að sonur þeirra yrði enginn dvergur.

Robert er fæddur og uppalinn í Rúmeníu en þegar hann var 14 ára gamall fluttist fjölskylda hans til Ítalíu svo hann gæti fengið betri þjálfun í körfubolta. Foreldrar hans töldu hagsmunum hans best borgið í Bandaríkjunum þar sem íþróttin nýtur gífurlegra vinsælda og þar eru hæfileikar í íþróttum líka til þess fallnir að tryggja góða menntun. 15 ára fór hann því til Bandaríkjanna þar sem hann spilaði með Grand River Academy-skólanum. Hann spilaði svo körfubolta fyrir háskólann í Rochester áður en hann lagði boltann á hilluna árið 2022. Honum dreymdi um að spila með NBA-deildinni en hefur þó átt erfitt með að aðlagast þeim kröfum sem eru gerðar til leikmanna þar. Hann er grannvaxinn og á erfitt með að byggja upp vöðvamassa og glímir við hryggskekkju sem og önnur stoðkerfisvandamál.

Hæð Robert vakti einnig athygli lækna sem vildu ólmir rannsaka hann. Um tíma var haldið að hann væri með ástand sem kallast risavöxtur sem stafar af ofgnótt vaxtarhormóna. Annað kom þó á daginn og Robert reyndist hreinlega hávaxinn af náttúrunnar hendi með eðlilega líkamsstarfsemi.

Leikstjórinn Fede Alvarez hafði mjög ákveðna sýn fyrir The Offspring. Hann vildi hávaxinn og grannan leikara og þegar hann fann myndir af Robert vissi hann að þarna væri rétti maðurinn fundinn í hlutverkið. Alvarez sagði í viðtali:

„Hann stóð sig ótrúlega vel miðað við að hafa aldrei leikið áður. Það er eitt að vera hávaxinn – við hlið Cailee [aðalleikkonan] sem er 152 sentímetrar á hæð var hæðin stórkostleg – en hann hafði líka hæfileika sem komu okkur á óvart.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kattarkonan birtir gamla mynd – Svona leit hún út fyrir fyrstu fegrunaraðgerðina

Kattarkonan birtir gamla mynd – Svona leit hún út fyrir fyrstu fegrunaraðgerðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dísa íhugaði að flýja heimili sitt á laugardag – „Þetta er eins og að vera á skemmtistað í helvíti“

Dísa íhugaði að flýja heimili sitt á laugardag – „Þetta er eins og að vera á skemmtistað í helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenskur gúrkuskortur kominn í heimsfréttirnar

Íslenskur gúrkuskortur kominn í heimsfréttirnar