fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Fókus

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Fókus
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 09:04

Evelyn Leia. Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ástralska Evelyn Leia, 27 ára, hefur vakið mikla athygli fyrir að gagnrýna skrifstofumenningu en hún segir ákveðna hegðun líðast á slíkum vinnustöðum og tengist það matarvenjum fólks.

Leia hefur unnið í alls konar skrifstofustörfum í tæplega áratug og segir að á hverjum vinnustað varð hún vör við megrunarmenningu (e. diet culture).

Hún kallar þetta „fyrirtækja megrunarmenningu“ og lýsir henni þannig að samstarfsfélagar láti eins og þeir borði ekki eða geri athugasemd við matinn sem annað fólk borðar.

Leia segir að það sé algengt að heyra fólk segja: „Ég hef verið góð í dag,“ sem þýðir að sú manneskja hefur ekki borðað.

Hún segist einnig hafa þurft að hlusta á athugasemdir samstarfsfélaga varðandi hennar hádegismat, eins þegar hún var að borða pasta og einn sagði við hana: „Vá, þú ert svo heppin að þú getur borðað þetta.“

„Þetta er þráhyggja, bæði fyrir því sem þú borðar og því sem annað fólk er að borða. Það er með á heilanum að grennast og tengir siðferði við mat,“ sagði Leia í samtali við News.com.au.

„Ég held að þetta gefi líka fólki tækifæri til að fá samþykki eða viðurkenningu fyrir því sem það er að gera. Þetta verður eins konar keppni.“

Leia vakti fyrst athygli á þessu á samfélagsmiðlum og leyndu viðbrögðin sér ekki. Hundruð kvenna höfðu sömu sögu að segja varðandi megrunarmenningu á sínum vinnustað.

„Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef verið smánuð fyrir að borða hrísgrjón,“ sagði ein.

„Það er svo sorglegt þegar fólk montar sig af því að hafa sleppt hádegismat,“ sagði önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dísa íhugaði að flýja heimili sitt á laugardag – „Þetta er eins og að vera á skemmtistað í helvíti“

Dísa íhugaði að flýja heimili sitt á laugardag – „Þetta er eins og að vera á skemmtistað í helvíti“
Fókus
Í gær

Vinátta Brynju og Elsu lætur engan ósnortinn – „Elska þig. Svo er þetta líka trú vinátta“

Vinátta Brynju og Elsu lætur engan ósnortinn – „Elska þig. Svo er þetta líka trú vinátta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Ég er svo heit að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar í mig tönn“

Vikan á Instagram – „Ég er svo heit að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar í mig tönn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva og Benedikt ástfangin í fimm ár – Birti mynd úr fyrsta ferðalaginu þeirra saman

Sunneva og Benedikt ástfangin í fimm ár – Birti mynd úr fyrsta ferðalaginu þeirra saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskur gúrkuskortur kominn í heimsfréttirnar

Íslenskur gúrkuskortur kominn í heimsfréttirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vala Grand um eiginleikana sem hún sækist eftir í fari karlmanna

Vala Grand um eiginleikana sem hún sækist eftir í fari karlmanna