fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Fókus

Ingibjörg var steinhissa á sjálfri sér – „Ég er með krabbamein. Ég er hamingjusöm.“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 17:30

Ingibjörg starfar sem hamingjuráðgjafi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er með krabbamein. Ég er hamingjusöm.“ Þetta skrifar Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, hamingjuþjálfari hjá Andanu Happiness Coaching í aðsendri grein á Vísi í dag.

Segir hún að þessar tvær setningar hafi flogið í gegnum svefndrukkinn huga hennar einn janúarmorgun fyrir nokkrum árum eftir greiningu.

„Þarna kom ég sjálfri mér á óvart, settist snöggt upp í rúminu og spurði sjálfa mig, steinhissa: „Hvernig get ég verið hamingjusöm ef ég er með krabbamein?“ Og þar með uppgötvaði ég að Hamingjan er ekki skilyrt við góða heilsu, nokkuð sem ég hafði ómeðvitað staðið í trú um fram að því,“ segir Ingibjörg.

Ekki skilyrða hamingju við heilsu

Setningunni „Þú átt ekkert ef þú hefur ekki heilsuna“ er gjarnan fleygt fram. Að sögn Ingibjargar er meiningin sjálfsagt jákvæð í grunninn en hún geti snúist gegn þeim sem minnst mega sín. Það er fólki sem hefur ekki fulla heilsu.

„Jú, við ættum flest að bera meiri virðingu fyrir líkama okkar og vera þakklátari fyrir góða heilsu því við áttum okkur sjaldnast á þeim forréttindum að lifa í hraustum líkama fyrr en og ef við töpum þeim – og þarna tala ég af reynslu,“ segir Ingibjörg. „Heilsan er okkur öllum mikilvæg og já, það getur verið auðveldara að upplifa vellíðan þegar við erum heilsuhraust, en það er varasamt að skilyrða Hamingjuna við heilsuna.“

Ef hamingja sé skilyrt við heilsu þá sé samfélagið komið í ógöngur. Þá sé verið að skilja eftir fólk sem getur ekki fengið fulla heilsu, fólk með ólæknandi og langvarandi sjúkdóma, líkamlega og andlega. Nefnir hún til dæmis fatlað fólk og aldraða í þessu samhengi og spyr hvort að fólk tapi hamingjunni 67 ára samfara versnandi heilsu.

Hættum að leggja okkur fram

Hættan felist í því að ef við lítum á heilsulítið fólk sem óhamingjusaman hóp leggjum við okkur ekki jafn mikið fram við að veita þeim hamingju. Það sé nóg að sjá fyrir grunnþörfunum en óþarfi sé að reyna að aðstoða þennan hóp að lifa hamingjusömu lífi.

„En hver er undirstaða Hamingjunnar? Almennt er talað um þrjá mikilvæga stöpla til að viðhalda Hamingjunni. Að finnast við vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Að hafa tilgang og finnast vera þörf fyrir okkur. Að hafa góð félagsleg tengsl og eiga samskipti við annað fólk daglega,“ segir Ingibjörg og ítrekar að ekki sé minnst á heilsuna sem slíka. „Þú þarft ekki að vera ung og heilsuhraust til að geta tikkað í þessi box. En vissulega hjálpar góð heilsa til, hún er bara alls ekki skilyrði fyrir því að vera Hamingjusöm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Atvinnulaus fýlupúki

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spúði ælu á skemmtistað vegna Ozempic

Spúði ælu á skemmtistað vegna Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur: Þetta er það sem hjón rífast mest um

Skilnaðarlögfræðingur: Þetta er það sem hjón rífast mest um
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsmeistarinn sem gefst ekki upp – „Líf mitt er eitt stórt áfall“

Heimsmeistarinn sem gefst ekki upp – „Líf mitt er eitt stórt áfall“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerði mistök áður en hún fór í Bláa lónið – „En finnst ykkur myndirnar þess virði?“

Gerði mistök áður en hún fór í Bláa lónið – „En finnst ykkur myndirnar þess virði?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Morðpabbinn kennir eiginkonunni um að hann hafi myrt hana og dætur þeirra í hrollvekjandi bréfi

Morðpabbinn kennir eiginkonunni um að hann hafi myrt hana og dætur þeirra í hrollvekjandi bréfi