fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
Fókus

Hann er 23 ára og hefur ferðast til 190 landa – Ísland á lista þeirra dýrustu – Mexíkó í toppsætinu þegar kemur að mat

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 20:00

Í Petare

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að ferðast til allra landa í heiminum er gríðarlega krefjandi, tímafrekt og dýrt. Myndi ég mæla með því? Alls ekki,“

segir hinn 23 ára þýski Luca Pferdmenges setti sér það markmið 15 ára gamall að hann ætlaði að heimsækja öll lönd í heiminum. Átta árum seinna er hann búinn að ferðast til 190 landa, hann kláraði síðasta landið í Evrópu fyrir tveimur árum, og á aðeins nú aðeins fimm eftir: Líbýa, Malí, Súdan, Norður-Kórea og Palau.

„Fyrstu 100 eða 130 löndin eru yfirleitt mjög skemmtileg – þú getur valið staðina sem þú vilt virkilega ferðast til. Undir lokin situr þú eftir með nokkra af erfiðustu stöðum til að heimsækja. Sumir eru hættulegir, aðrir dýrir, margir eru blanda af hvoru tveggja.

Ekki misskilja mig, ég nýt lífsins sem efnishöfundur (e. Content creator), annars myndi ég ekki gera þetta. Ég elska þetta. Frelsið sem þetta gefur mér er frábært og ég er mjög þakklátur fyrir að geta lifað af því að ferðast.

En við skulum vera hreinskilin: Hefur það alltaf verið draumur minn að heimsækja Chad? Hvað með Afganistan, Djíbútí eða Gíneu-Bissá? Sum lönd heimsæki ég aðeins í þeim tilgangi að heimsækja bókstaflega öll lönd, ekki vegna þess að það var alltaf draumur minn að fara þangað. En það er einmitt það sem ég elska við þetta. Ég upplifi alltaf nýtt umhverfi og menningu.“

Luca má finna á öllum samfélagsmiðlum sem The German Travel Guy eða einfaldlega Þýski ferðalagsgaurinn, en þar er hann duglegur að deila ferðum sínum með fylgjendum.

Luca deildi því nýlega í viðtali á Daily Mail hvaða lönd eru í uppáhaldi hans, hvaða lönd eru van- og ofmetin, hvar megi finna besta og versta matinn og hvaða lönd eru dýrust og ódýrust.

Hann tékkaði öll lönd Evrópu af listanum eftir að hafa heimsótt Finnland fyrir tveimur árum og hann segir einnig frá hvaða Evrópulönd hann telur hættulegust og það sem er í minnstu uppáhaldi: Belgía.

„Það finnst mér bara mjög óöruggt á nóttunni og ég er að tala um Brussel í því tilviki. Og margar af belgísku borgunum eru líka frekar ljótar. Grátt og þunglynt, sérstaklega á veturna.“ 

Þegar kemur að hættulegustu stöðum í Evrópu, segir hann: „Forðastu norður-Brussel að næturlagi. En París, London eða Frankfurt eru ekkert mikið betri að kvöldlagi. 

Ekki ferðast bara  til Frakklands, Ítalíu, Grikklands og Spánar. Það eru 40 önnur lönd í Evrópu sem vert er að skoða. Það kemur mér á óvart hversu fáir kunna að meta staði eins og Svartfjallaland eða Slóveníu. Þau eru einhver fallegustu lönd í heimi – og ódýr – en enginn heimsækir þau,“ segir ævintýramaðurinn ungi.

Hlið helvítis í Turkmenistan

Beðinn um að nefna lönd sem eru ofmetin að hans mati segir hann: „Egyptaland, Frakkland, Maldíveyjar, Máritíus, Seychelles, flestar Litlu Antillaeyjar Karíbahafsins. Þeir eru oft mjög miðuð mjög að ferðamönnum og hafa oft lítið upp á bjóða fyrir utan fallegar strendur. Egyptaland er mest pirrandi landið fyrir ferðamenn að mínu mati. Karíbahafið er ofmetið – Litlu Antillaeyjar, að minnsta kosti.“

Og, sá vanmetnasti?

„Úsbekistan og nokkur önnur lönd í Mið-Asíu, Eystrasaltslöndunum, Mjanmar, Norður-Makedóníu, Bútan, Svartfjallalandi og flestum löndum Rómönsku Ameríku. Fólk gleymir venjulega að þessi lönd séu til, en þau eru oft miklu meira spennandi og hagkvæmari kostur en klassísku ferðamannastaðirnir. Sérstaklega faldir gimsteinar eins og Bútan og Myanmar. Þau lönd eru í raun óþekkt, en einhver af fallegustu löndum í heimi.“

Hann á erfitt með að velja uppáhalds land sitt í heiminum en segir: „Uppáhaldsstaðirnir mínir í heildina – í engri sérstakri röð: Mexíkó, Brasilía, Ísrael, Spánn, Bútan, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Portúgal, Austurríki.“

Og að máli málanna, matnum. Þar setur Luca Mexíkó í toppsætið, en nefnir þó fleiri.  „Ísrael er best hvað matargerð varðar vegna vegan matargerðar frá Mið-Austurlöndum, Líbanon, fyrir miðausturlenska matargerð sína, Eþíópía fyrir Injera (sem er brauðtegund) Þýskaland og Bretland fyrir stórmarkaðina, Mexíkó þegar litið er á heildina og öll Miðjarðarhafsmatargerð.“

Og verstu þjóðirnar þegar kemur að mat?

„Fátæk lönd með enga valkosti. Staðir eins og Haítí eða Chad. Þar sem ég er vegan þá eru Balkanskaga löndin líka glötuð þegar kemur að matargerð. Allar litlar Kyrrahafseyjarnar eru með versta og óhollasta matinn í heildina þar sem allt þarf að flytja inn og ekkert vex á eyjunum.“

@thegermantravelguy Trying dates in CHAD🇹🇩😍 #travel #everycountry #tchadienne🇹🇩 #traveltiktok #chad #africa #fypシ ♬ original sound – Luca Pferdmenges

Luca var einnig spurður um framfærslukostnaðinn á ferðalögum sínum? Hvaða lönd væro ódýrt að heimsækja og hver þeirra væri dýrt að sækja heim.

„Ódýrustu löndin: Afganistan,Pakistan, Bangladesh, Indland og Nepal. Dýrustu löndin: Sviss, Ísland, Noregur, Ísrael, Nýja Sjáland,“ segir Luca, en segir svör sín þó óhjákvæmilega hlutdræg enda verðlagið misjafnt og mikið af upplýsingum til um verðlag þessara landa.

Hér eru tvo myndbönd frá Íslandsheimsókn fyrir sex árum.

Luca heimsótti Petare hverfið í Miranda í Venesúela, sem hann segir „hættulegasta gettó í Rómönsku Ameríku“ og segir hann að aðrir áhættusamir staðir séu Haítí, Jemen, Sómalía, Papúa Nýju-Gíneu og „mörg Afríkulönd, sérstaklega fyrir konur“. 

Í Petare

Og ferðalangurinn víðförli hefur prófað margt. „Fyrir aðeins viku var ég að heimsækja Mundari ættbálkinn í Suður-Súdan. Þeir búa við hlið nautgripa sinna, sem eru verðmætustu auðlindir þeirra. Ég var fyrsti túristinn til að fara í gegnum morgunrútínuna þeirra með því að fara í sturtu með kúahlandi. Þar sem vatn er af skornum skammti þvær Mundari ættbálkurinn sér með kúahlandi. Þú kemur bókstaflega bara auga á kú sem er að pissa, sest undir hana og nýtur hlýs morgunþvottar,“ segir Luca.

Í Suður-Súdan

„Reynsla eins og þessi er það sem gerir þetta verkefni svo skemmtilegt fyrir mig. Hvort sem það er að fara með hinni frægu járngrýtisflutningalest í gegnum Sahara eyðimörkina í Máritaníu, gista hjá frumbyggjum Kalinago í regnskógi Dóminíku, djamma alla nóttina í Mexíkóborg eða fara í jarðarför í fámennasta landi í heimi, Tuvalu. Heimurinn hefur svo margt mismunandi að bjóða.“

Luca er líka ansi flinkur jögglari og hefur komist í Heimsmetabók Guinness fyrir listir sínar. Hann jögglar í hverju landi sem hann heimsækir og í myndbandi hér fyrir neðan hefur hann sett saman skemmtilega syrpu. Á mínútu 3,33 má sjá hann í Hafnarfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Ég er svo heit að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar í mig tönn“

Vikan á Instagram – „Ég er svo heit að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar í mig tönn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva og Benedikt ástfangin í fimm ár – Birti mynd úr fyrsta ferðalaginu þeirra saman

Sunneva og Benedikt ástfangin í fimm ár – Birti mynd úr fyrsta ferðalaginu þeirra saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur