fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fókus

Vændiskona um óvænt kynlífstrend í verðbólgunni

Fókus
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 10:52

Katija Cortez. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er verðbólga meira og minna um allan heim, sem hefur aðeins aukist og hefur haft mikil áhrif á lífsgæði og starf fólks.

Margir myndu því halda að verðbólgan væri að hafa neikvæð áhrif á kynlífsiðnaðinn og þá sérstaklega kaup á vændi, en það er þveröfugt að sögn vændiskonunnar Katiju Cortez. News.com.au greinir frá.

Cortez er 28 ára fylgdarkona, fyrirsæta, klámstjarna og hlaðvarpsstjórnandi. Hún var valin besta fylgdarkona Ástralíu árið 2024 á AAIA verðlaunahátíðinni.

Hún segir að viðskiptavinir hennar segi að það sé ódýrara að kaupa vændi heldur en að stunda hefðbundna stefnumótamenningu.

„Þeir segja að heildarkostnaðurinn við að deita sé orðinn ansi mikill, að fara út að borða nokkrum sinnum, kaupa gjafir og svo fer líka mikill tími í þetta,“ segir hún.

„En þegar þú hittir vændiskonu, þá hittirðu hana eins sjaldan eða eins oft og þú vilt og hentar þér. Ég efast um að margar konur væru til í að hitta karlmann sem þær eru að deita bara einn klukkutíma í viku.“

Forstjórar og frumkvöðlar

Cortez segir að allir viðskiptavinir hennar hugsa á þennan hátt, að það sé ódýrara að hitta hana einu sinni í viku og geta þar með unnið meira, heldur en að fara á hefðbundin stefnumót.

„Viðskiptavinir mínir eru forstjórar, frumkvöðlar, lögfræðingar, læknar og fjármálastjórar. Þeir hafa ekki tíma fyrir annað en að hitta mig,“ segir hún.

Cortez segist telja þetta tengjast efnahagsástandinu og segir að vegna verðbólgunnar vilji margir karlmenn frekar hitta vændiskonu en að leggja á sig vinnuna að fara á stefnumót og eignast maka.

„Fólk er bara of upptekið að vinna, of upptekið að afla sér tekna,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ég er svo heit að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar í mig tönn“

Vikan á Instagram – „Ég er svo heit að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar í mig tönn“
Fókus
Í gær

Sunneva og Benedikt ástfangin í fimm ár – Birti mynd úr fyrsta ferðalaginu þeirra saman

Sunneva og Benedikt ástfangin í fimm ár – Birti mynd úr fyrsta ferðalaginu þeirra saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur