fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 12:27

Vala Grand og faðir hennar, Einar Valur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vala Grand missti föður sinn, Einar Val Einarsson, eftir erfiða baráttu við krabbamein í september í fyrra. Það reyndist Völu mikið áfall að missa pabba sinn en hún átti margar góðar stundir með honum áður en hann fór og lifir núna lífi sem hún veit að myndi gera pabba sinn stoltan.

Vala var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í síðustu viku. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hér til að hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Sjá einnig: Vala Grand um föðurmissinn – „Það eru ekki allir svo heppnir að eiga svona góðan pabba. Hann var til staðar“

Vala fór til Kanada nokkrum dögum eftir jarðarför pabba síns. Þegar Vala kom heim hugsaði hún um samræður þeirra og allt sem þau töluðu um mánuðina fyrir fráfall hans. Hún segir að á þessum tíma hafi hún lært mikið um hann og kynnst honum enn betur. Þau ræddu meðal annars um tölvur en pabbi hennar hafði alltaf mikinn áhuga á tölvum og rifjar Vala upp fallegar æskuminningar.

Vala segir að eftir að hún kom heim frá Kanada hafi hún heimsótt gröf föður síns og spurt: „Hvað á ég að gera núna?“ Svarið rann upp fyrir henni.

„Ég ákvað að láta drauma hans verða að mínum veruleika. Ég skráði mig í skóla hjá NTV og ég er búin með fyrstu önnina, mér gekk ótrúlega vel og ég hlakka til að halda áfram og ætla að vera í upplýsingatæknibransanum. Mér finnst eins og ég sé að gera pabba minn stoltan, því hann hafði alltaf áhuga að læra þetta en síðan komu veikindin og hann var orðinn gamall. Ég hugsaði bara: Ég get þetta og mig langar að gera þetta. Ég hef áhuga á þessu og ég er góð í þessu,“ segir hún.

„Ég búin að vera í öllu, vera í tískubransanum, ég er búin. Ég hef veri í kynnisferðum í níu ár, í ferðabransanum, þannig það er alveg kominn tími til að breyta til.“

Vala ræðir nánar um föðurmissinn, lífið og margt fleira í þættinum sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Völu Grand á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Hide picture