fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Snerting fær Gullna þumalinn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 11:49

Egill Ólafsson í hlutverki Kristófers í snertingu. Mynd: Lilja Jóns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur hlotið hin eftirsóttu „Roger Ebert Golden Thumb“ verðlaun fyrir Snertingu.

„Þetta er mikill heiður,“ segir Baltasar Kormákur.  „Roger Ebert var geysilega áhrifamikill og arfleið hans lifir enn. Ég deili þessum verðlaunum með samstarfsfólki mínu sem á ekki síður en ég þátt í velgengni Snertingar.“

„Gullni þumallinn“ var fyrst veittur árið 2004 á Kvikmyndahátíð Rogers Eberts sem um árabil var einn þekktasti og áhrifamesti kvikmyndagagnrýnandi í Bandaríkjunum. Verðlaunin verða afhent á Kvikmyndahátíð Rogers Eberts í apríl á næsta ári en þar verður Snerting sýnd fyrir 1.400 áhorfendur á 50 feta tjaldi í einum fullkomnasta bíósal í Bandaríkjunum.

Heimsþekktir leikstjórar hafa áður fengið Gullna þumalinn, má þar nefna Oliver Stone, Ava DuVernay, Guillermo del Toro og Tilda Swinton.

Sögð besta mynd Baltasars

Snerting hefur verið sögð ein besta mynd ársins bæði hér á landi og í Bandaríkjunum og þá hafa gagnrýnendur sagt Snertingu bestu mynd Baltasars Kormáks.

Leikarar myndarinnar, ekki síst Egill Ólafsson, hafa fengið afbragðsdóma og það sama má segja um aðra sem koma að myndinni. Bergsteinn Björgúlfsson hefur til dæmis verið rómaður fyrir kvikmyndatöku, Sunneva Weisshappel fyrir leikmynd, Högni Egilsson fyrir tónlist og Margrét Einarsdóttir fyrir búninga.

Snerting hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og er hún nú þegar stærsta mynd þessa árs á Íslandi. Á næstu mánuðum mun Universal Pictures dreifa myndinni um allan heim og var hún til að mynda nýlega frumsýnd í Ástralíu við afar góðar viðtökur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur