fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fókus

Doddi litli á batavegi eftir aðgerð – „Ég var einn af þeim heppnu“

Fókus
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, einnig þekktur sem Doddi litli, er nú í endurhæfingu eftir stóra skurðaðgerð sem hann gekkst undir um verslunarmannahelgina. Segist hann því ekki mæta til vinnu á næstunni. 

„Á ekkert að mæta í vinnu aftur? Nei, ekki á næstunni.

Komið þið sæl, ég ætlaði ekkert að ræða þessi mál hér en vegna allra fyrirspurnanna um hvort ég ætli ekki að fara að mæta í útvarpið held ég að ég verði að segja ykkur aðeins af mínum málum,“ segir Doddi í færslu á Facebook.

„Um verslunarmannahelgina var gerð stór skurðaðgerð á mér vegna bráðrar ósæðarflysjunar við hjarta . Þetta er sjúkdómur þar sem 50% sjúklinga deyja áður en þau komast í aðgerð og 20% þeirra lifa aðgerðina ekki af.

Ég var einn af þeim heppnu og var að koma heim eftir legu á LSH í tæpar 3 vikur og vil ég þakka starfsfólki kærlega fyrir allt.

Nú tekur við endurhæfing í einhverja mánuði svo nei…. ég er ekki á leið í loftið alveg á næstunni. Ég þakka stuðninginn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ég er svo heit að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar í mig tönn“

Vikan á Instagram – „Ég er svo heit að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar í mig tönn“
Fókus
Í gær

Sunneva og Benedikt ástfangin í fimm ár – Birti mynd úr fyrsta ferðalaginu þeirra saman

Sunneva og Benedikt ástfangin í fimm ár – Birti mynd úr fyrsta ferðalaginu þeirra saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur