fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

„Fráfall pabba hefur kennt mér að lifa“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin frábæra Vala Grand er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún missti föður sinn, Einar Val Einarsson, eftir erfiða baráttu við krabbamein í september í fyrra. Það reyndist Völu mikið áfall að missa pabba sinn en hún átti margar góðar stundir með honum áður en hann fór og lifir núna lífi sem hún veit að myndi gera pabba sinn stoltan.

„Fráfall pabba hefur kennt mér að lifa,“ segir hún.

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hér til að hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Sjá einnig: Vala Grand um föðurmissinn – „Það eru ekki allir svo heppnir að eiga svona góðan pabba. Hann var til staðar“

Vala varð mjög lífshrædd eftir að pabbi hennar dó. Hún rifjar upp þegar hún fékk kvíðakast, en hafði ekki hugmynd um hvað væri að, þar sem Vala hefur alltaf verið svo lífsglöð.

„Á þessum tíma sem pabbi dó fór ég á sjúkrahús Keflavíkur, ég gat ekki andað, ég vissi ekki hvað væri í gangi með mig. Ég var í shut down, ég var í áfalli án þess að vita að ég væri í áfalli. Ég hrundi niður og gat ekki andað,“ segir Vala.

„En svo gerði ég eitt, ég fór að rannsaka dauðann. Ég var skíthrædd við dauðann en nú þegar ég hef lesið mér meira til um hann þá er ég byrjuð að sætta mig við þetta. Ókei, við erum öll að fara að deyja, til hvers að vera hrædd? En ég var aldrei að spá í dauðanum, alltaf svo mikil gleði og hamingja í kringum mig,“ segir Vala og bætir við að það hafi umturnað veröld hennar að missa einhvern svona nákominn sér.

„Ég þorði ekki að keyra í næstum tvo mánuði.“

Syrgði pabba sinn með flugelda í bakgrunninum

Pabbi Völu, Einar Valur, dó á sjúkrahúsinu í Keflavík þann 2. september 2023. „Á Ljósanótt, geturðu ímyndað þér? Allir geðveikt hamingjusamir að sprengja upp flugelda og ég á spítalanum fyrir framan líkið af pabba. Það var hræðilegt. Ljósanótt verður aldrei eins fyrir mig, ég mun ekki fara í ár,“ segir hún.

„Þetta var akkúrat á þeim tímapunkti sem flugeldasýningin var og allt í einu heyrði maður gleðina í kringum sig, því sjúkrahúsið er alveg niðri í bæ, ég þarna grátandi fyrir framan líkið af pabba. Það var ógeðsleg upplifun.“

„Hvernig á ég að halda áfram án hans?“

Fráfall föður hennar markaði djúp spor. „Ég vissi ekki hvað ég vildi út úr lífinu. Ég missti manninn sem var besti vinur minn, hann stóð þétt við bakið á mér, mótaði mig. Hvernig á ég að halda áfram án hans? En maður þarf að gera það, en maður spyr sig: Hvernig á ég að geta þetta?“

Vala segir líkamsrækt hafa hjálpað geðheilsunni. „Jóga, ræktin, gufan og kaldi potturinn hjálpuðu mér að komast yfir þetta.“

Mynd/Vala Grand

Síðastliðið ár hefur Vala verið dugleg að ferðast, til Barcelona, Kanada og Tenerife.

„Ég fór erlendis fjórum dögum eftir að við jörðuðum pabba. Ég kom aftur þremur vikum seinna og stóð við gröfina hans og spurði: „Hvað á ég að gera núna?“ Og ég skráði mig í skóla.“

Vala ræðir nánar um föðurmissinn, lífið og margt fleira í þættinum sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Völu Grand á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture