fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Íslenskur gúrkuskortur kominn í heimsfréttirnar

Fókus
Laugardaginn 24. ágúst 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum fjölluðu bæði RÚV og Vísir um skort á gúrkum hér á landi. Var skorturinn einna helst rakin til æðis fyrir gúrkusalati sem fór eins og eldur í sinu meðal Íslendinga á samfélagsmiðlum. Eru íslenskar samfélagsmiðlastjörnur sagðar hafa birt myndbönd af sér útbúa gúrkusalatið eftir að hafa séð það líklega fyrst hjá kanadískri samfélagsmiðlastjörnu. Fréttir af þessum íslenska gúrkuskorti hafa nú borist út fyrir landsteinana.

Í frétt BBC af málinu segir að íslenskir áhrifavaldar á TikTok hafi hrundið æðinu af stað. Þar kemur fram að uppskriftin að salatinu samanstandi af gúrkum, sesamolíu, hvítlauk, hrísgrjónaediki, og chilíolíu.

BBC leitaði upplýsinga hjá Sölufélagi garðyrkjubænda sem svaraði því til að garðyrkjubændur hafi átt í erfiðleikum með að anna aukinni eftirspurn landsmanna eftir gúrkum.

Fulltrúi Hagkaupa lýsti yfir efasemdum við fréttamann BBC um að bein tengsl væru milli æðisins fyrir gúrkusalatinu og þessarar auknu eftirspurnar en sögðu sölu á gúrkum hafa tvöfaldast.

Sölufélag garðyrkjubænda tjáði fréttamanninum að unnið sé að því að auka framleiðsluna á gúrkum og vonast sé til að framboðið verði orðið meira eftir um það bil viku.

Eins og fram kemur í umfjöllun BBC og íslensku fjölmiðlanna er þetta æði fyrir gúrkusalati rakið til hins kanadíska Logan Moffitt sem er virkur á TikTok. Hann er kallaður „gúrkugaurinn“ einkum vegna þess að hann er duglegur að birta myndbönd af sér þar sem hann sést útbúa ýmsa rétti með gúrkur í fyrirrúmi.

Moffitt sem er með 5,5 milljónir fylgjenda byrjar myndbönd sín iðulega á því að segja að stundum þurfi maður að borða heila gúrku.

Ekki bara æðið

Þeir Íslendingar sem fréttamaður BBC ræddi við eru eins og áður segir ekki á því að þessu æði fyrir gúrkusalati sé einu um að kenna að skortur hafi orðið á gúrkum.

Fulltrúi Hagkaupa, Vignir Þór Birgisson, sagði gúrkuskort algengan á Íslandi á þessum árstíma.

Kristín Linda Sveinsdóttir markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjubænda segir suma bændur gera breytingar á þessum árstíma á ræktun sinni og skipti út plöntunum sem gefi af sér gúrkunar og þess vegna skili þær minna magni af gúrkum eins og er.

Kristín segir einnig að upphaf skólaársins auki eftirspurnina og gúrkusalatæðið hafi svo bæst þar ofan á. Bendir hún á að æðið hafi farið af stað fyrr í sumar þegar gúrkuframleiðslan var í fullum gangi.

Kristín tjáði BBC að íslenskir garðyrkjubændur framleiði 6 milljónir gúrka á ári.

Að lokum segir í þessari frétt BBC að íslenskir bændur sé stoltir af því að geta boðið upp á mikið magn af ferskum vörum þrátt fyrir veðurfarið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife