fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fókus

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur

Fókus
Laugardaginn 24. ágúst 2024 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson rithöfundur, fjömiðlamaður, þar á meðal fyrrverandi ritstjóri DV, segir á Facebook-síðu sinni að honum sé beinlínis misboðið vegna þeirra breytinga sem hafi orðið á Menningarnótt, sem stendur yfir í dag. Vísar Illugi þar sérstaklega til Laugavegarins og þess sem í ár er boðið upp á á Menningarnótt við þessa eina helstu götu Reykjavíkur:

„Nú tek ég þá áhættu að hljóma eins og „old man yelling at clouds“ en mér er eiginlega misboðið. Hér fyrir ekki svo löngu var alltaf gaman að ganga Laugaveginn þegar menningarnótt var að hefjast. Á nánast hverju horni voru allskonar hljóðfæraleikarar að troða upp, söngvarar að skemmta sér og öðrum, það voru margvíslegar uppákomur og atburðir og sýningar — stórar og smáar — í fjölmörgum verslunum og lókölum við götuna.“

Í fyrstu setningunni er Illugi að vísa til setningar sem er úr hugarsmiðju handritshöfunda bandarísku sjónvarpsþáttanna The Simpsons en með henni er vísað til eldri manna sem eru að kvarta yfir litlu eins og t.d. með því að æpa á skýin.

Illugi segir að á Menningarnótt í ár sé afskaplega lítið um að vera á Laugaveginum:

„Núna er ekkert að gerast við Laugaveginn nema veitingahússeigendur eru búnir að færa sig út á götu og selja smárétti og bjór á okurprís og láta dj-a þruma diskótæknimúsík úr risastórum ghettó-blasterum. Þetta er vægast sagt ekki smart.“

Farið út af sporinu

Egill Helgason sjónvarpsmaður tekur undir með Illuga í athugasemd við færsluna og segir Menningarnótt hafa þróast í ranga átt:

„Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að menningarnótt hafi farið út af sporinu. Færi best á að sé eins og í upphafi margir litlir atburðir út um bæ frá ca. hádegi til miðnættis. Stórir og hávaðasamir viðburðir hafa tekið yfir og eru nú aðalmálið. Færi miklu betur að hafa þá t.d. 17. júní sem er orðin alveg steindauð hátíð.“

Guðmundur Andri Thorson rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður tekur einnig undir með Illuga þegar kemur að tónlistinni:

„Það var skemmtilegt band í Bakarabrekkunni að spila músík. En tek undir það hversu hvimleið þessi dynkjavæðing er. Hátt, hroðalegt sánd, frekjulegt og alltof rúmfrekt.“

Jóhann Páll Valdimarsson fyrrverandi bókaútgefandi stenst hins vegar ekki mátið og hnýtir aðeins í Illuga:

„Ég sá það. Þar var líka líf og fjör. Farðu aftur með gleraugun og heyrnartækin.“

Þessu svarar Illugi:

„Ég get alveg haft jafn gaman af ghettó-blasterum og teknó-stuði og hver annar. Mergurinn málsins er bara sá að menningarnótt var öðruvísi og ég sé ekki þörfina á að breyta henni í þetta stuðball.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“
Fókus
Í gær

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir lag Tinnu vera alveg eins og bandarískur slagari og gerði tilraun til að sýna það – „Mér finnst þetta vera stolið“

Segir lag Tinnu vera alveg eins og bandarískur slagari og gerði tilraun til að sýna það – „Mér finnst þetta vera stolið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“