Bandaríski ferða- og lífsstílsáhrifavaldurinn Fiona heimsótti Ísland í vor og virðist hafa skemmt sér konunglega. Hún birti mörg myndbönd á TikTok frá ferðinni en hún er með rúmlega 510 þúsund fylgjendur á miðlinum.
Hún heimsótti að sjálfsögðu Bláa lónið en gerði mistök áður, hún setti ekki hárnæringu í hárið áður en hún fór ofan í.
@findingfiona Replying to @Studytok inspo | Meds ✨ do you think the photos were worth it 😭 this is why you should never put your hair in the Blue Lagoon, the blue lagoon hair damage is CRAZY!! But a good Blue Lagoon hair tips is to wet your hair and lather it with conditioner before! 👙@Revolve #iceland #bluelagoon #traveltiktok #bluelagooniceland #beauty #travel ♬ original sound – findingfiona ✈️🤍
„Þetta er það sem gerist þegar þú ferð með hárið ofan í Bláa lónið,“ segir hún í myndbandi á TikTok sem hefur fengið yfir 16 milljónir áhorfa.
„Svona var hárið mitt eftir bara einn klukkutíma, en aldrei gera þetta.“
Fiona segir að þó það sé gott að vera í lóninu og að það sé gott fyrir húðina, þá fari það mjög illa með hárið. „Það sem ég hefði átt að gera var að bleyta hárið og setja hárnæringu í það áður en ég fór ofan í en ég var svo forvitin og nú er ég miður mín. Hárið mitt er ein stór flækja og þurrt.“
Hún birtir nokkrar myndir frá Bláa lóninu í lok myndbandsins og spyr netverja: „En finnst ykkur myndirnar þess virði?“
Sjá einnig: Ferðabloggari segir að þetta sé það heimskulegasta sem þú getur gert á Íslandi