fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Vala Grand um föðurmissinn – „Það eru ekki allir svo heppnir að eiga svona góðan pabba. Hann var til staðar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 11:46

Vala Grand er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin frábæra Vala Grand er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún er einnig fyrsti gestur þáttarins eftir sumarfrí.

video
play-sharp-fill

Vala vakti mikla athygli hér á landi árið 2010 þegar hún undirgekkst kynleiðréttingaferli og talaði um það í fjölmiðlum á hispurslausan hátt eins og henni einni er lagið. Hún varð síðan þjóðþekkt þegar hún fór af stað með raunveruleikaþættina Veröld Völu Grand árið 2011 sem slógu rækilega í gegn. Vala var vön því að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum, réttinum að fá að vera eins og hún er og það er óhætt að segja að hún hafi greitt leiðina fyrir aðra einstaklinga í trans samfélaginu hérlendis. Hún ákvað síðan að  sig aðeins úr sviðsljósinu og hefur látið minna fyrir sér fara undanfarin ár.

Faðir Völu, Einar Valur, vakti mikla athygli í áðurnefndum raunveruleikaþáttum ekki síst fyrir að standa þétt við bakið á dóttur sinni. Einar Valur lést fyrir tæpu ári síðan sem var mikið áfall fyrir Völu. Hún ræðir missinn og þann ólýsanlega sársauka sem honum fylgdi í þættinum. En þrátt fyrir erfiðleikana er hún samt alltaf sama lífsglaða Vala sem lítur björtum augum til framtíðar. Hún er nýbúin að taka U-beygju í lífinu og segir okkur frá öllu þessu og mörgu öðru í þættinum sem má horfa á hér að neðan eða hlusta á Spotify.

Þátturinn var tekinn upp í júní 2024.

Lífsglöð frá unga aldri

Vala hefur alla tíð verið lífsglöð og hress. Aðspurð hvernig hún var sem barn segir hún hlæjandi: „Hyper, ofvirk og geðveikt tilbúin að takast á við lífið.“

„Ég var þannig krakki að ég tók aldrei við nei sem svari. Fólk var alltaf svo dómhart þegar ég var krakki en ég sagði bara: „Ég er svona, ég er trans.“ Ég vissi þetta alveg, frá fjögurra ára aldri og kannski aðeins yngri, ég vissi að það væri eitthvað „rangt“ við mig. Því ég veit að mér hefur aldrei liðið eins og eins og strák, alveg frá því að ég var barn.“

Vala man ekki nákvæmlega hvenær hún kom út úr skápnum, þetta hafi í raun verið bara eitthvað sem hún og foreldrar hennar vissu og höfðu áttað sig snemma á.

„Ég hef alltaf verið sönn sjálfri mér. Ég hef alltaf verið ég. Fólk sem þekkir mig og hefur þekkt mig alla ævi vita að það er enginn gaur þarna inni,“ segir hún.

Vala Grand.

Stuðningsrík fjölskylda

Vala segir að það hafi skipt sköpum að eiga stuðningsríka foreldra. „Og líka fjölskyldu. Ekki bara það, utanaðkomandi fólk sem var í þessu safe zone circle.“

Hún ítrekar mikilvægi þess að foreldrar taki börnunum sínum alveg eins og þau eru.

„Pabbi lét mig blómstra eins og ég vildi vera. Hann var stuðningsríkur pabbi. Guð blessi hann,“ segir Vala. Faðir hennar, Einar Valur Einarsson, lést, eins og áður segir,  í september í fyrra eftir erfiða baráttu við krabbamein í brisi.

„Það eru ekki allir svo heppnir að eiga svona góðan pabba. Hann var til staðar,“ segir Vala.

Aðsend mynd.

„Það eru ekki allir svo heppnir“

„Ég er mjög heppin að pabbi var minn faðir, að hann ól mig upp og var alltaf til staðar. Það eru ekki allir svo heppnir, hvort sem það er trans barn eða ekki. Ég er svo þakklát, ég hefði ekki getað verið heppnari með pabba,“ segir Vala.

Hún segir að fjölskyldan hafi alltaf verið í forgang hjá föður hennar og að það hafi ekkert breyst eftir að hann varð veikur.

„Þegar hann var að hrapa niður út af krabbameini í brisi, hann var svo sterkur og var svo mikið að passa að [okkur liði vel]. Hann var sá sem var að deyja, en hann var samt að reyna að gera okkur ekki stressuð. Hann leyndi svo miklu,“ segir Vala og viðurkennir að það sé kannski það eina sem hún er reið út í hann vegna.

„Hann sagði ekki mikið frá hvernig krabbameinið var og allt þetta. Einn daginn vorum við fjölskyldan bara: Ókei þetta er að versna og versna en hann sagði okkur að hafa engar áhyggjur. Hann vildi passa upp á fjölskylduna því við erum ótrúlega lífsglöð fjölskylda, alltaf hávær og að hittast. En núna eftir að pabbi fór…“ segir Vala og verður klökk.

„Pabbi… núna í dag fyrir mér… Vá, ég veit ekki hvað ég get sagt meira um þennan mann, hann var bestur.“

Fór að ferðast

Vala segir að föðurmissirinn hafi reynst henni mjög erfiður, sérstaklega fyrstu mánuðina.

„Fráfall pabba, ég átti erfitt með það en á sama tíma var ég að reyna að minna mig á hversu þakklát ég væri fyrir þennan mann. Ég fór að ferðast mikið,“ segir Vala, sem hefur síðastliðið ár ferðast til Kanada, Barcelona og Tenerife.

„Við pabbi töluðum mikið saman áður en hann dó og hann sagði við mig: „Ekki vera hrædd, eftir að ég fer haltu áfram að lifa, haltu áfram með þín ævintýri, haltu áfram að ferðast, farðu að kynnast fullt af fólki sem þig langar að kynnast. Mundu að slæmt fólk er ekki bara slæmt, þeim líður illa.“ Hann var að passa upp á mig, í raun bara: Ekki vera vond manneskja,“ segir Vala.

„Ég passa mig líka alltaf að vera hamingjusöm. Fólkið sem er að tala illa um annað fólk, þeim líður bara illa.“

Aðsend mynd.

„Ég er stelpa!“

Vala hóf kynleiðréttingarferlið um nítján, tuttugu ára aldurinn.

„Á þessum tíma sagði læknirinn við mig, Óttar Guðmundsson, ég var búin að vera hjá honum síðan ég var átta ára. Geðlæknirinn vissi alveg hver ég var, bara: „Þetta er stelpa. Hún er heilsteypt, hún er bara stelpa. Hún er bara fædd í vitlausum líkama.“ Fyrir mig, á þessum tíma, var þetta viðurkenning.“

Vala segir að þetta hafi verið gott að heyra þetta, eftir að hafa fengið að heyra í öll þessi ár að hún væri „bara hommi“, „geðveik“ eða að „ganga í gegnum tímabil.“

„Ég hef alltaf bara verið ég, eins og ég er. En pældu í því að þurfa að sanna þig svona ung. Bara: „Ég er stelpa!“ Líkaminn er samt bara frontið af einhverju sem skiptir engu máli. Það er sálin sem skiptir máli,“ segir hún.

„Mitt ráð til ungra krakka í dag: Verið trú ykkur sjálfum, finnið ævintýrin sem lífið hefur upp á að bjóða. Þið þurfið ekki að vita öll svörin strax. Ég er 38 ára og ég veit ekki hvað er fram undan hjá mér. Það er búið að vera svo mikið af áföllum sem ég hef þurft að díla við,“ segir Vala.

Vala ræðir nánar um föðurmissinn, lífið og margt fleira í þættinum sem má horfa á hér að ofan eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Völu Grand á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Hide picture