fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2024
Fókus

Ljósbrot verður sýnd um allan heim

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið að gera það gott að undanförnu. Þessu til marks, birti Variety, sem er eitt víðlesnasta og virtasta tímarit skemmtanaiðnaðarins, frétt um velgengni myndarinnar. Þar kemur fram að Ljósbrot sé að seljast mjög vel og að fyrir liggi fjöldi dreifingarsamninga sem leiðir til þess að Ljósbrot muni fara í almennar sýningar í kvikmyndahúsum út um allan heim.

„Ljósbrot er svo gott sem uppseld og við reiknum með að loka samningum á þeim fáu löndum sem upp á vantar, á næstu vikum. Við erum auðvitað í skýjunum vegna þessa. Það er ekki alltaf sem listin og markaðsöflin eiga samleið. Ljósbrot er einnig að fara á helstu kvikmyndahátíðir heimsins þannig við getum ekki beðið um meira,“ segir Heather Millard framleiðandi.

Í vor var Ljósbrot opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfenda sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á Cannes hátíðinni. Einnig hefur Ljósbrot unnið til fernra alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna í sumar og er í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

Ljósbrot verður frumsýnd á Ísland þann 28 ágúst og sjá Sambíóin um dreifingu.           

Með aðalhlutverk fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber,  Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snerting tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Snerting tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna fagnar tímamótum – Hefur misst 227 kíló

Raunveruleikastjarna fagnar tímamótum – Hefur misst 227 kíló
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Trommarinn í Dimmu með margfaldar tekjur annarra meðlima

Tekjudagar DV: Trommarinn í Dimmu með margfaldar tekjur annarra meðlima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: LXS-skvísurnar – Tvær launahæstu með milljónum meira en þær launalægstu

Tekjudagar DV: LXS-skvísurnar – Tvær launahæstu með milljónum meira en þær launalægstu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brad Pitt brunaði upp að Dalakofanum á mótorhjóli, fékk sér sjoppuborgara án sósu og hélt sína leið

Brad Pitt brunaði upp að Dalakofanum á mótorhjóli, fékk sér sjoppuborgara án sósu og hélt sína leið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerði þetta á fyrsta stefnumóti og hann stóð upp og fór

Gerði þetta á fyrsta stefnumóti og hann stóð upp og fór