fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2024
Fókus

Komin með nóg af Airbnb út af græðgi og kröfum leigusala – „Hvenær varð Airbnb svona hræðilegt?“

Fókus
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Airbnb-leiga er umdeild. Nágrönnum þykir ekkert sérstaklega spennandi að skyndilega er gistiþjónusta rekin í næsta húsi og leigjendum þykir mörgum verðlagningin komin út fyrir skynsemismörk.

Nýlega féllu hlutabréf í fyrirtækinu um 12 prósent þar sem eftirspurnin á einum stærsta markaði þess, Bandaríkjunum, hafði minnkað mikið.  Eins eru yfirvöld víða farin að skipta sér að rekstrinum. Til dæmis ákvað Barcelona að  alfarið skammtímaleigu í borginni frá og með nóvember 2028. Umfangsmiklar takmarkanir voru settar á skammtímaleigu í New York borg árið 2023 og nú má aðeins leigja út íbúð sem fólk býr sjálft í.

Þessar takmarkanir eru tilraunir yfirvalda til að greiða úr stöðunni sem víða er komin upp á húsnæðismarkaði.

Nýlega skrifaði netverji á Reddit að hann væri kominn með nóg af Airbnb. Viðkomandi hafði notaði Airbnb á ferðalögum frá árinu 2014. Honum fannst það frábær leið til að upplifa nýja staði meira eins og heimamaður fremur en ferðamaður. Nú sé staðan önnur. Airbnb sé orðið peningaplokk. Íbúðirnar gjarnan í lélegu ástandi, skítugar og lítið um húsmuni. Eins hafi leigusalar sett svo mikið af reglum að það hálfa væri nóg.

„Hvenær varð Airbnb svona hræðilegt,“ spurði netverjinn og margir tóku undir með honum.

„Ég nota ekki Airbnb lengur. Ég hef ákveðið að ég vill heldur fá einhvern til að búa um rúmið fyrir mig og elda matinn. Ég gisti á hótelum. Ég hef lent í nokkrum slæmum reynslum þar sem leigjandi á Airbnb ætlaðist til að við djúphreinsuðum eignina áður en við fórum. Við erum að borga þrifagjald og þá ættum við ekki að þurfa að sópa, fara út með rusl, taka utan af rúmum, ryksuga og heilan lista af öðrum verkefnum.“

Annar sem hafði lent í þrifagjaldi fékk þau skilaboð að það væri gjald til að tryggja að hann fengi íbúðina hreina við afhendingu. Svo þyrfti hann sjálfur að skila eigninni hreinni.

Þessi umræða um Airbnb hefur haft sitt að segja að mati annars netverja sem skrifar fyrir nokkru á Reddit um reynslu sína að leigja út eign sína á Airbnb. Áður var það svo að eignirnar hans voru fullbókaðar langt fram í tímann. Nú árið 2024 fái hann varla bókun.

Leigjendur hafa eins kvartað yfir öllum gjöldunum sem leigusalar hafa smurt ofan á gistinæturnar. Til dæmis sé rukkað jafnvel 25 þúsund króna þrifagjald, svo er það trygging og allskonar svo að leigjendur eru á endanum rukkaðir fyrir margfalt meira en þeir gengu út frá þegar þeir sáu auglýsinguna.

Isabel Heine ræddi við Business Insider fyrir ári síðan og útskýrði hvers vegna hún velur í dag hótel frekar en Airbnb. Hún hafði leigt sér húsnæði á ferðalögum í gegnum Airbnb frá árinu 2008. Þannig fékk hún gistingu sem var ódýrari en á hóteli, gat leigt með stórum hóp og svo séð um að elda sjálf ofan í sig. Svo liðu árin.

„Ég fór að taka eftir dýru þrifagjaldi sem virtust bara fáránleg í mínum augum- stundum voru þetta alveg 70 þúsund krónur. Síðan voru reglurnar og kröfurnar, eins og að þurfa að taka til eftir sig áður en íbúðinni var skilað.

Ég er enginn subba eða slíkt en að þurfa að vaska upp alla diska, þurrka af borðum, taka utan af rúminu, setja handklæðin í þvott – manni fannst þetta of mikið. Og fyrir utan það þurfti ég líka að borga þrifagjaldið. “

Þarna fannst Heine það fjárhagslega ekki borga sig lengur að leigja Airbnb, en svo var það siðferðislega hliðin. Mikil neyð sé nú víða á húsnæðismarkaði út af skammtímaleigu. Svo mikið að á mörgum stöðum eiga innfæddir sjálfir erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið þar sem að leigustarfsemi hefur keyrt verðið upp úr kortinu.

Heine ákvað því að snúa sér aftur að hótelum og hefur ekki séð eftir því.

„Nýlega gisti ég á hóteli með fjölskyldunni og það var frábært. Það kostaði ekki bara 22 þúsund krónum minna en Airbnb, heldur fylgdu því svo mörg fríðindi. Þetta var enginn lúxus en ég hafði gleymt því hversu mikill munaður það er að gista jafnvel bara á miðlungs hóteli. Það var kaffi og morgunmatur í móttökunni á morgnanna, starfsfólk ferskaði upp á herbergið okkar daglega og það var bara svo gott að vita að það væri alltaf starfsmaður til taks allan sólarhringinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snerting tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Snerting tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna fagnar tímamótum – Hefur misst 227 kíló

Raunveruleikastjarna fagnar tímamótum – Hefur misst 227 kíló
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Trommarinn í Dimmu með margfaldar tekjur annarra meðlima

Tekjudagar DV: Trommarinn í Dimmu með margfaldar tekjur annarra meðlima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: LXS-skvísurnar – Tvær launahæstu með milljónum meira en þær launalægstu

Tekjudagar DV: LXS-skvísurnar – Tvær launahæstu með milljónum meira en þær launalægstu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brad Pitt brunaði upp að Dalakofanum á mótorhjóli, fékk sér sjoppuborgara án sósu og hélt sína leið

Brad Pitt brunaði upp að Dalakofanum á mótorhjóli, fékk sér sjoppuborgara án sósu og hélt sína leið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerði þetta á fyrsta stefnumóti og hann stóð upp og fór

Gerði þetta á fyrsta stefnumóti og hann stóð upp og fór