fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Sjáðu hvernig Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var fyrir um sextíu árum – Myndband

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 2. ágúst 2024 15:00

Úr kvikmynd Kjartans Ó. Bjarnasonar Þættir frá Vestmannaeyjum. Skjáskot/Facebook-síða Kvikmyndasafns Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndasafn Íslands hefur sett á Facebook-síðu sína stutt myndband sem tekið er á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir um sextíu árum síðan. Í færslunni segir að myndinir séu teknar líklega um 1960 en það sé ekki vitað nákvæmlega á hvaða ári en þar sem íþróttafélagið Týr hafi bersýnilega haldið hátíðina þetta ár hafi árið endað á oddatölu. Lengi vel skiptust íþróttafélögin í Vestmannaeyjum, Þór og Týr, á að halda Þjóðhátíð, fyrrnefnda félagið sá um árin sem enduðu á sléttri tölu en það síðarnefnda um oddaöluárin. Eftir að félögin sameinuðust í Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) hefur hins vegar það ágæta bandalag tekið við umsjón hátíðarinnar.

Í myndbandinu má sjá að hátíðarbragurinn hefur nokkuð breyst síðan á þessum árum. Flestir hátíðargestir eru spariklæddir og nokkuð hefur verið um kórsöng og sjá má prest flytja hugvekju. Einnig má á myndbandinu sjá stangarstökk en hvort um sýningu eða keppni var að ræða er ekki ljóst.

Lítið fer fyrir sparifötum, stangarstökki og prestum á Þjóðhátíð á 21. öld en kórsöngur er þó á dagskránni í ár.

Það sem þó hefur ekki breyst eru hin hvítu Þjóðhátíðartjöld Eyjamanna sem skipt er í götur með skrautlegum heitum sem merktar eru með myndskreyttum skiltum.

Í færslu Kvikmyndasafnins kemur fram að Kjartan Ó Bjarnason hafi tekið myndirnar. Í athugasemd við færsluna segir að myndbandið frá Þjóðhátíð sé hluti af lengri kvikmynd sem Kjartan gerði á sjöunda áratug síðustu aldar. Myndin er sögð sýna atvinnu-, menningar- og náttúrulíf í Vestmannaeyjum og auk Þjóðhátíðar megi meðal annars sjá verkun á skreið, bjargsig og lífið á bryggjunni. Í athugasemdinni er síðan tengill á umrædda kvikmynd sem ber titilinn Þættir frá Vestmannaeyjum en kvikmyndina er hægt að sjá hér.

Færslu Kvikmyndasafns Íslands með myndbandinu frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á sjöunda áratug síðustu aldar má sjá hér fyrir neðan en taka ber fram að myndbandið er án hljóðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“