fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Taylor Swift hitti eftirlifendur hryllingsárásarinnar í Southport

Fókus
Mánudaginn 19. ágúst 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum um allan heim réðst 17 ára piltur inn á dansnámskeið fyrir börn í bænum Southport í Englandi, með hníf fyrir um þremur vikum. Þrjár stúlkur, 6-7 ára, létust og sex önnur börn slösuðust. Námskeiðið var með sérstakri áherslu á tónlist söngkonunnar heimsþekktu Taylor Swift. Söngkonan hitti nokkur barnanna sem lifðu árásina af og fjölskyldur þeirra fyrir tónleika sem hún hélt á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley í London, um helgina.

Mirror greinir frá þessu. Þar kemur einnig fram að Swift hafi haft samband við fjölskyldur stúlknanna sem létust og fjölskyldur annarra barna sem voru á námskeiðinu en lifðu af.

Talið er að um 25 börn hafi verið á námskeiðinu sem var haldið í miðstöð sem býður upp á margvísleg námskeið fyrir börn á sumrin þegar frí er í skólum.

Fram kom strax í fréttaflutningi af árásinni að námskeiðið hefði verið með sérstakri áherslu á tónlist Swift. Það fór ekki framhjá söngkonunni heimfrægu sem tjáði sorg sína á samfélagsmiðlum. Hún sagðist eiga bágt með að skilja að krakkar á dansnámskeiði hefðu orðið fyrir slíkum hryllingi og hún ætti í miklum erfiðleikum með að finna réttu orðin til að tjá fjölskyldum barnanna samúð sína.

Margar ógnir

Árásin er ekki eina ógnin sem steðjað hefur að viðburðum tengdum Swift. Þremur tónleikum hennar sem haldi átti í Vín höfuðborg Austurríkis var aflýst eftir að upp komst um áform um að fremja hryðjuverk á tónleikunum.

Öryggisgæsla á tónleikunum á Wembley var í kjölfarið hert en alls heldur Swift átta tónleika á leikvanginum fræga. Öllum sem ekki eru með miða á tónleikana verður vísað burt frá öllum inngöngum inn á leikvanginn. Hver gestur má aðeins koma með einn bakpoka, í mesta lagi að stærð A4, inn á svæðið. Allar grímur fyrir vitum verða bannaðar nema að trúarlegar eða læknisfræðilegar ástæður liggi þar að baki. Sömuleiðis verður harðplast, hvers kyns keðjur sem notaðar eru sem skartgripir sem og skartgripir með áföstum skreytingum bannað á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife