fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024
Fókus

Sérfræðingur segir það óhollt heilsunni að láta vekjarann hringja oft á morgnana

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 17. ágúst 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eiga erfitt með að koma sér á fætur á morgnana og stilla þannig margar vekjaraklukkur, annað hvort þær gömlu góðu, símann og vekjaraklukku, eða stilla margar hringingar í símanum.

Hjúkrunarfræðingur segir það geti verið skaðlegt heilsunni að stunda þetta athæfi, og getur einnig leitt til þyngdaraukningar. 

Jordan Bruss hjúkrunarfræðingur deilir reglulega heilsuráðum á TikTok og nýlega deildi hún aðvörun til þeirra sem láta vekjarann hringja margoft á hverjum morgni til að komast fram úr.

„Ef þú ert einn af þeim sem stillir marga vekjara þá er ég mep slæmar fréttir fyrir þig,“ segir Bruss. „Að vakna við margar vekjaraklukkur á hverjum morgni truflar REM svefninn þinn oft, þetta veldur svefntregðu, aukinni syfju, þreytu og skapsveiflum. Þetta hækkar líka kortisólmagnið þitt – í hvert sinn sem vekjaraklukkan hringir ertu kominn í flótta- eða varnarviðbragð (e. flight or fight response),“ bætti hún við. 

Bruss segir að það að vakna ítrekað eftir að hafa sofnað aftur sé „mjög streituvaldandi“ og „áfall“ fyrir líkamann. Bruss útskýrir að of mikið kortisól valdi ekki aðeins andlegu og líkamlegu álagi – heldur gerir það líka erfiðara fyrir einstakling að halda sér í formi og léttast.

„Ég lofa að ég væri ekki í því formi sem ég er í án þess að vera búin að gera alvarlegar rannsóknir á djúpsvefndeildinni.“ 

@jordan.bruss Good sleep hygiene is a big part of my physical and mental health. I promise I would not be in the shape I am in without doing some serious research in the deep sleep department. Don’t cause yourself extra physical and mental stress. Excess cortisol levels make you gain and hang on to weight. So when the alarm goes off, it’s time, get up. You’ll look and feel better! #fyp #sleep #sleephygiene #cortisol #cortisollevels #healthylifestyle #healthcoach #lifecoach #nursecoach ♬ original sound – Jordan

Svefnpurkur sem treysta á nokkrar vekjaraklukkur til að vera á réttum tíma á morgnana, voru ekki alveg að kaupa ráðleggingar Bruss.

„En þegar þú ferð að sofa aftur eftir fyrstu vekjaraklukkuna er það besta tilfinningin,“ sagði ein kona. „Tilfinningin að sofna aftur er dásemd,“ sagði annar maður.

Sumir sögðu að þeim fyndist athöfnin að fara fram úr rúminu á morgnana vera áfall  í sjálfu sér og aðrir kvörtuðu yfir því að „allt hækkar kortisólmagnið“ hvort sem er. „Á þessum tímapunkti er ég bara poki af kortisóli með fætur,“ sagði einn maður.  

Kona sem sagði að margar vakningar á morgnana væru í raun áhrifaríkt tæki til að draga úr streitustigi snemma á morgnana en ekki auka þau.

„Ég stillti viljandi forhringingu til að rjúfa djúpsvefn minn og leyfa mér að slaka á í 10-15 mínútur í viðbót áður en alvöru vekjaraklukkan fær mig til að fara á fætur, það er miklu auðveldara að fara á fætur ef ég slaka á,“ útskýrði hún. 

Nokkrir báru því við að margar hringingar væru nauðsynlegar fyrir fólk sem getur sofið í gegnum eina þeirra, en ein kona gat ekki áttað sig á því hvernig skelfilegt hljóð frá vekjaraklukkunni nær ekki að hrista neinn upp úr rúminu. „Ég hef aldrei skilið hvernig fólk getur ekki vaknað við eina vekjaraklukku, mín hræðir mig svo mikið að ég enda með því að vakna fimm mínútum áður en hún hringir,“ sagði hún.

 

Einn maður stakk upp á ráði til að láta eina vekjaraklukku duga. „Settu vekjaraklukkuna þína hinu megin í herberginu þannig að þú þurfir að standa upp til að slökkva á henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndaveisla: Ásdís Rán fagnaði 45 ára afmæli

Myndaveisla: Ásdís Rán fagnaði 45 ára afmæli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stúlkurnar sem keppa um titilinn Ungfrú Ísland á morgun

Stúlkurnar sem keppa um titilinn Ungfrú Ísland á morgun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kom fram í þakkarmyndbandi í miðri krabbameinsmeðferð

Kom fram í þakkarmyndbandi í miðri krabbameinsmeðferð