fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Skítamórall sendir frá sér nýja útgáfu af Farin

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 11:40

Meðlimir Skítamórals velta fyrir sér af hverju landsmenn séu ekki farnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Skítamórall hefur sent frá sér nýja útgáfu af laginu Farin þar sem Íslendingar eru hvattir til að hætta að vera stanslaust að svekkja sig á veðrinu, taka málin í eigin hendur og skella sér einfaldlega í frí í sólina. Skítamórall er ein ástsælasta hljómsveit landsins og er lagið Farin sem kom út árið 1998 eitt vinsælasta lag sveitarinnar og einskonar einkennislag aldamótakynslóðarinnar.

Veðrið hefur ekki leikið við landsmenn þetta sumarið þar sem hver rigningardagurinn á fætur öðrum hefur eflaust lagst þungt á marga. Einar Bárðarson, höfundur lagsins Farin, er einn þeirra sem hefur látið veðrið fara óhóflega í skapið á sér. Einn daginn starði hann á regnbarða rúðuna og hugsaði með sér: Það er bara skítamórall í kortunum… af hverju ertu ekki farinn?

„Þannig kviknaði þessi hugmynd að gera nýja útgáfu af laginu og syngja: Ertekki farin, ertekki farin ennþá?,“ segir Einar sem hafði samband við félaga sína í Skítamóral sem höfðu allir upplifað svipaðar tilfinningar þetta sumarið og tóku strax vel í hugmyndina. Þá stendur flugfélagið Play einnig að verkefninu.

Úr varð ný útgáfa af Farin, vinsælasta lagi hljómsveitarinnar, með nýjum texta. Textann samdi Bragi Valdimar textasmiður upp úr upprunalega textanum. Lagið verður meðal annars notað í auglýsingaherferð Play þar sem Íslendingar eru hvattir til að gera eitthvað í málunum í staðinn fyrir að svekkja sig á veðrinu.

„Þetta er létt framtak hjá okkur félögunum til að reyna að létta aðeins lund landsmanna í gegnum þetta tíðarfar. Sérstaklega af því ég stóð sjálfan mig að því að svekkja mig um of á þessu áður en ég áttaði mig á því að maður getur hreinlega bara gert eitthvað í málunum og gert það besta úr þessu,“ segir Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessir staðir og fyrirbrigði á Íslandi segja ferðamenn að séu ofmetin

Þessir staðir og fyrirbrigði á Íslandi segja ferðamenn að séu ofmetin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í „hvarfi“ Nökkva Fjalars

Nýjar vendingar í „hvarfi“ Nökkva Fjalars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum